Howard: Við förum í sjötta leikinn í Los Angeles Ómar Þorgeirsson skrifar 14. júní 2009 11:30 Dwight Howard. Nordic photos/AFP Miðherjinn kröftugi Dwight Howard hjá Orlando Magic er ekki tilbúinn að afhenda LA Lakers fimmtánda NBA titil sinn á gullfati og hefur fulla trú á því að Magic vinni fimmta leik liðanna á heimavelli sínum í Orlando í nótt. „Ekki bjuggust þið við því að einvígið myndi klárast í fimm leikjum? Það kemur ekki til greina og ég hef ekki einu sinni velt þeim möguleika fyrir mér. Ég trúi því að við förum í sjötta leikinn til Los Angeles," segir Howard ákveðinn. Stan Van Gundy þjálfari hjá Magic tekur í sama streng og Howard og segir sína menn verða að trúa því að þeir geti komist aftur inn í úrslitaeinvígið þrátt fyrir að vera 1-3 undir í leikjum. „Það er algjört grundvallar atriði að þegar menn eru í sömu stöðu og við erum núna að trúa því að við getum ekki aðeins unnið næsta leik heldur líka NBA titilinn. Ef þú hefur ekki trú á því að geta farið alla leið, þá hefurðu pottþétt ekki erindi sem erfiði. Þú gefst þá bara upp," segir Van Gundy í samtali við ESPN. Samkvæmt heimildum ESPN kallaði Van Gundy lið sitt til fundar eftir tapið í fjórða leiknum og minntist í hvatningarræðu sinni meðal annars á sögu af Greg nokkrum LeMond sem vann Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1989 upp úr vonlausri stöðu. Hvort að ræðan nái að hvetja leikmenn Magic til sigurs í nótt, kemur í ljós. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
Miðherjinn kröftugi Dwight Howard hjá Orlando Magic er ekki tilbúinn að afhenda LA Lakers fimmtánda NBA titil sinn á gullfati og hefur fulla trú á því að Magic vinni fimmta leik liðanna á heimavelli sínum í Orlando í nótt. „Ekki bjuggust þið við því að einvígið myndi klárast í fimm leikjum? Það kemur ekki til greina og ég hef ekki einu sinni velt þeim möguleika fyrir mér. Ég trúi því að við förum í sjötta leikinn til Los Angeles," segir Howard ákveðinn. Stan Van Gundy þjálfari hjá Magic tekur í sama streng og Howard og segir sína menn verða að trúa því að þeir geti komist aftur inn í úrslitaeinvígið þrátt fyrir að vera 1-3 undir í leikjum. „Það er algjört grundvallar atriði að þegar menn eru í sömu stöðu og við erum núna að trúa því að við getum ekki aðeins unnið næsta leik heldur líka NBA titilinn. Ef þú hefur ekki trú á því að geta farið alla leið, þá hefurðu pottþétt ekki erindi sem erfiði. Þú gefst þá bara upp," segir Van Gundy í samtali við ESPN. Samkvæmt heimildum ESPN kallaði Van Gundy lið sitt til fundar eftir tapið í fjórða leiknum og minntist í hvatningarræðu sinni meðal annars á sögu af Greg nokkrum LeMond sem vann Tour de France hjólreiðakeppnina árið 1989 upp úr vonlausri stöðu. Hvort að ræðan nái að hvetja leikmenn Magic til sigurs í nótt, kemur í ljós.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira