Eto'o: Kyssi ekki merkið, læt frekar verkin tala á vellinum Ómar Þorgeirsson skrifar 28. júlí 2009 15:45 Samuel Eto'o. Nordic photos/AFP Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o. Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira