Auðvelt hjá Button Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. maí 2009 13:54 Kunnuleg sjón - Button fremstur og Barrichello annar. Nordic Photos / AFP Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9 Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello. Button var fremstur á ráspól og lét forystuna aldrei af hendi. Barrichello var þriðji á ráspól, á eftir Kimi Raikkönen á Ferrari, en Brasilíumaðurinn náði að taka fram úr Raikkönen fljótlega eftir ræsinguna. Raikkönen náði að halda þriðja sætinu og félagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, varð fjórði. Sigurvegari mótsins í fyrra, Lewis Hamilton á McLaren, náði sér engan veginn á strik og varð að sætta sig við tólfta sætið. Keppnin var því langt frá því að vera spennandi hvað toppbaráttuna varðaði en nokkrir aðrir keppendur lentu í hremmingum. Kazuki Nakajima klessti bílinn sinn á lokahringnum og hið sama hafði Heikki Kovaleinen gert á 53. hring. Hann sagði í viðtali við fjölmiðla skömmu síðar að hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Nelson Piquet yngri á Renault var ýtt á vegg af Sebastien Buemi frá Sviss og gat ekkert við því gert. Robert Kubica og Sebastian Vettel féllu einnig báðir úr leik - Kubica hætti vegna bilunar og Vettel klessti á vegg.Efstu átta í dag: 1. Button, Brawn 2. Barrichello, Brawn 3. Raikkönen, Ferrari 4. Massa, Ferrari 5. Webber, Red Bull 6. Rosberg, Williams 7. Alonso, Renault 8. Bourdais, Toro RossoStigakeppni ökumanna: 1. Button 51 stig 2. Barrichello 35 3. Vettel, Red Bull 23 4. Webber 19,5 5. Trulli, Toyota 14,5 6. Glock, Toyota 12 7. Alonso 11 8.-9. Raikkönen 9 8.-9. Hamilton, McLaren 9
Formúla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira