Lúxusferðir laða ferðamenn til landsins Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. maí 2009 00:01 Hildur Ómarsdóttir „Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab Markaðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Þetta var geysistór viðburður," segir Hildur Ómarsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Icelandair, sem rekur Hilton Nordica Reykjavík. Hún á við 160 manna hóp frá Bandaríkjunum sem flaug héðan af landi brott í gær eftir fimm daga dvöl á vegum bandarísks lyfjafyrirtækis. Að hennar sögn voru allir ferðalangarnir hæstánægðir með dvölina. Ætla má að gjaldeyristekjur vegna ferðar hópsins eftir jöklaferð, verslanaleiðangra og ferðir á veitingahús auk annars sé ekki undir 40 milljónum króna. Hildur segir mikið hafa verið lagt í að fá hópinn hingað til lands. Viðræður hófust í október á síðasta ári, nánar tiltekið í fyrstu helgi október þegar ríkið tók viðskiptabankans þrjá yfir. „Í raun varð mjög erfitt að fá hópinn til lands vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gestirnir óttuðust að fyrirtæki yrðu almennt lokuð og að veitingahús gætu ekki tekið á móti þeim," segir Hildur og bendir á að óttinn hafi reynst ástæðulaus. Mikið var lagt í lokahóf ferðarinnar á Hilton Nordica á mánudagskvöld. Skautasvell var sett upp í fundarsal hótelsins. Þá söng Diddú fyrir gesti auk fleiri atriða. „Allir voru hæstánægðir," segir Hildur. Blaðamenn frá fagtímaritum frá Bandaríkjunum og Bretlandi fylgdu hópnum hingað til lands og fjölluðu um dvölina. Hildur segir mikil tækifæri geta falist í markaðssetningu hópferða sem þessa. „Nú verðum við að sýna fram á að Ísland er rétti áfangastaðurinn," segir hún og bætir við að á vissan hátt Ísland þess hversu slæmt ástandið sé víða um heim. Það sé óspillt og öruggur áfangastaður ferðamanna samanborið við Mexíkó, sem hafi verið vinsælasti áfangastaður fyrir allar styttri ráðstefnur og hvataferðir í Bandaríkjunum. Mjög hafi dregið úr slíkum ferðum þangað eftir að svínaflensan kom upp. Þá stendur til að viðburðafyrirtækið sem skipulagði ferðina sæki um viðurkenningu vegna þessa á alþjóðlegum vettvangi. Beri fyrirtæki sigur úr býtum geti það haft gríðarlega þýðingu fyrir ferðaþjónustuna. „Þetta yrði gríðarleg viðurkenning," segir hún og hvetur opinbera aðila til að styðja við ferðir sem þessar, ekki síst þar sem þær standi fyrir ómetanlegri kynningu á landi og þjóð. - jab
Markaðir Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira