Hæstaréttardómarar hugsanlega vanhæfir Ingimar Karl Helgason skrifar 15. desember 2009 18:40 Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu alla dómara við Hæstarétt og að minnsta kosti tveir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Fjórir af níu dómurum í Hæstarétti gætu orðið vanhæfir til að dæma í málum sem tengjast bankahruninu. Níu dómarar sitja í Hæstarétti. Hann er æðsti dómstóll landsins. Dómararnir sem nú skipa réttinn eiga að minnsta kosti tvennt sameiginlegt. Þeir eru allir lögfræðingar og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu þá alla. Garðar Gíslason var skipaður dómari í desember 1991. Þorsteinn Pálsson var þá nýlega orðinn dómsmálaráðherra. Þorsteinn skipaði svo Gunnlaug Claessen 94 og Markús Sigurbjörnsson sama ár. Svo kom Sólveig Pétursdóttir í ráðuneytið og skipaði Árna Kolbeinsson haustið 2000 og árið eftir, Ingibjörgu Benediktsdóttur. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson árið 2003. Árið eftir var Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra og skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í Hæstarétt. Geir skipaði svo Hjördísi Björk Hákonardóttur 2006 og loks skipaði Björn Pál Hreinsson í hittiðfyrra. Davíð Oddsson var forsætisráðherra framan af þessum tíma. Að minnsta kosti tveir þessara dómara hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Jón Steinar hefur setið í stjórn Heimdallar og Sambands ungra Sjálfstæðismanna, og Gunnlaugur Claessen, sem samkvæmt Heimdalli sat þar í stjórn árin 1965 til 67, meðal annars ásamt Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Landsbankans. Fjórir dómaranna kynnu að verða vanhæfir til að dæma í málum tengdum bankahruninu, komi þau til kasta réttarins. Páll Hreinsson, stýrir Rannsóknarnefnd Alþingis, en mál þaðan kynnu að verða grundvöllur saksóknar. Þá eru málefni Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara og kynnu að fara fyrir dómstóla. Fari svo má ætla að Árni Kolbeinsson og hugsanlega Jón Steinar gætu orðið vanhæfir vegna persónulegra tengsla við hann. Færi svo að höfðað yrði skaðabótamál á hendur þeim sem teljast hafa unnið ríkinu tjón í aðdragana bankahrunsins, eins og er til skoðunar í fjármálaráðuneyti, er ekki útilokað að Seðlabankastjórar fengju stefnu. Það kynni aftur að gera Ólaf Börk Þorvaldsson vanhæfan, vegna fjölskyldutengsla við Davíð Oddsson. Um vanhæfi dómara gilda lög þar sem meðal annars ef fjallað um skyldleika og aðrar aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni dómara með réttu í efa. Rétt er að halda því til haga að fréttastofu er ekki kunnugt um nein dæmi þess að því hafi verið haldið fram með rökum að dómarar við réttinn hafi dregið taum Sjálfstæðisflokksins í dómum.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Sjá meira