Ekki lokahópur fyrir EM í Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. október 2009 07:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari býr íslenska landsliðið undir EM í Austurríki. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Íslenska landsliðið kom saman í gær í fyrsta sinn síðan í vor og mun æfa saman alla þessa viku. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að vegna mikilla meiðsla og fjarveru leikmanna á undanförnu ári sé hann nú með flesta af sínum sterkustu leikmönnum saman á einum stað í fyrsta sinn í fjórtán mánuði – síðan Ólympíuleikunum lauk í Peking. Þrír eru reyndar fjarverandi nú vegna meiðsla: Einar Hólmgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson. Ákveðið var af þessum sökum að þessi vika yrði undirlögð af æfingum og ekki yrðu spilaðir æfingaleikir við aðrar þjóðir eins og oft hefur tíðkast þegar landsliðið kemur saman. „Þegar verst lét vantaði níu Ólympíufara í landsliðið og því var ákveðið að nýta þessa viku til að æfa liðið saman, rifja upp það sem við höfum verið að gera og koma okkur í gang. Við munum æfa leikkerfi, varnarleik, hraðaupphlaup og flest það sem snertir okkar leik,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. Til stendur svo að leika svokallaðan pressuleik gegn úrvalsliði úr N1-deild karla sem íþróttafréttamenn munu sjá um að velja. Það verður kærkomið tækifæri fyrir Guðmund að sjá leikmenn sem spila hér á landi þar sem hann er alla jafna í Danmörku en þar starfar hann sem þjálfari GOG. Hann hefur þó fylgst vel með íslenska boltanum. „Ég er með tvo fulltrúa hér á landi, þá Óskar [Bjarna Óskarsson] og Gunnar [Magnússon] sem eru báðir þjálfarar í N1-deildinni. Ég tala mikið við þá og heyri þannig hvað er að gerast í handboltanum hér heima. En okkar leikmenn eru dreifðir um alla Evrópu og ekki get ég verið alls staðar í einu, frekar en aðrir landsliðsþjálfarar. Því er gott að eiga góða aðstoðarmenn að.“ Guðmundur valdi átján leikmenn að þessu sinni en segir að þeir sem ekki fengu tækifæri nú eiga enn möguleika á að komast með á Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi. „Landsliðshópurinn getur vel breyst fyrir þann tíma og aðrir eiga hiklaust enn möguleika á að vinna sér sæti í hópnum. Það á enginn öruggt sæti í landsliðinu.“ Ólafur Stefánsson gefur nú kost á sér í landsliðið í fyrsta sinn síðan á ÓL í Peking. Guðmundur fagnar því mjög. „Það lá fyrir að Ólafur ætlaði að skoða sinn hug og nú hefur hann ákveðið að gefa kost á sér aftur. En hann þarf að berjast fyrir sinni stöðu eins og allir aðrir.“ Hann segir að vel gangi að sameina starf sitt sem landsliðsþjálfari og þjálfarastarf sitt í Danmörku. „Það er frekar kostur en hitt. Ég kem nú ferskur inn í landsliðið með nýjar hugmyndir enda er ég nú að helga mig þjálfarastarfinu algerlega. Það gefur mér einnig kost á því að fylgjast mjög vel með og hef ég séð marga leiki, þó aðallega í Þýskalandi og Danmörku.“ GOG komst í fréttirnar í sumar vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins en nú horfir til betri vegar í þeim málum. „Það var mikil óvissa en mér sýnist að menn séu að ná tökum á þessu. Ég vona það allavega. Liðinu hefur gengið vel. Við höfum náð í fjórtán stig af sextán mögulegum í deildinni og erum komnir í undanúrslit í bikarkeppninni. Ég er því hæstánægður í Danmörku.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira