Handjárnuð blóm Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Sigurður Pálsson. Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigurður Pálsson, skáld og þýðandi, heldur í dag fyrirlestur sem hann kallar Handjárn á blómin – Vangaveltur um leikritaþýðingar. Fyrirlesturinn fer fram í Fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst kl. 16.30. Sigurður ætlar einkum að ræða þýðingu sína á leikritinu …og þeir settu handjárn á blómin eftir Fernando Arrabal. Hann mun einnig víkja að öðrum leikritum sem hann hefur þýtt, einkum Svölunum eftir Jean Genet, ásamt almennum vangaveltum um þýðingastarfið. Á 35 ára ferli sem þýðandi hefur Sigurður þýtt bæði ljóð, skáldsögur, ritgerðir og leikrit. Fyrsta verkið sem hann þýddi var einmitt leikritið …og þeir settu handjárn á blómin. Leikritið fjallar um minningar, drauma og hugrenningar pólitískra fanga á Spáni, en höfundurinn sat þar sjálfur um tíma í fangelsi af pólitískum ástæðum. Í erindi sínu ræðir Sigurður fyrst og fremst um þýðingarvinnuna við þetta verk en hann mun einnig velta fyrir sér þýðingastarfinu almennt, t.d. hvort hægt sé að læra af reynslunni og þá hvernig, þegar ljóst er að hverjum texta fylgja algjörlega ný vandamál. Hann mun þó helst dvelja við sértæk vandamál sem upp koma í leikritaþýðingum. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni um þýðingar öndvegisverka og er hún haldin á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og hafa margir af þekktustu þýðendum þjóðarinnar tekið þátt í henni.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira