Umfjöllun: Stjörnustúlkur unnu FH auðveldlega Elvar Geir Magnússon skrifar 29. september 2009 19:55 Elísabet Gunnarsdóttir var kampakát með öruggan sigur Stjörnunnar. Stjarnan vann öruggan sigur á FH 37-24 í Meistarakeppni kvenna í kvöld. Stjörnustúlkur unnu bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn á síðustu leiktíð en léku gegn FH í þessum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lenti í öðru sæti bikarsins. FH-stelpur stóðu í Stjörnustúlkum í fyrri helming fyrri hálfleiks en getumunurinn milli liðanna kom bersýnilega í ljós eftir það. Eftir að staðan var jöfn 9-9 náði Stjörnuliðið völdum á vellinum og var með níu marka forystu í hálfleik 21-12. Fyrir leikinn bjuggust flestir við að Stjarnan myndi vinna örugglega og það var raunin. Það var aldrei nokkur spurning í seinni hálfleiknum hvoru megin sigurinn myndi lenda heldur aðeins hversu stórt hann yrði. Alina Tamasan, sem hét áður Alina Petrache, var markahæst í Garðabæjarliðinu með 10 mörk en Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 8. Kristín Clausen komst einnig á blað hjá Stjörnustúlkum með tvö mörk en hún hafði gefið það út í sumar að hún hyggðist taka sér frí frá handknattleiksiðkun. Gleðiefni að henni snérist hugur. Stjörnuliðið lítur mjög vel út fyrir tímabilið í N1-deildinni þó mótspyrnan í kvöld hafi reyndar ekki verið gríðarleg. Þessi leikur markar upphaf tímabils en keppni í deildinni hefst eftir viku. Stjarnan-FH 37-24 (21-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 10 (5 víti), Elísabet Gunnarsdóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 2, Kristín Clausen 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Fanney Ingvarsdóttir 1, Estger Viktoría Ragnarsdóttir.Varin skot: Florentina Stanciu 19.Mörk FH: Sigrún Gilsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (1 víti), Hafdís Guðjónsdóttir 1, Heiðrún Rún Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 5, Jolanta Slapikiene 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á FH 37-24 í Meistarakeppni kvenna í kvöld. Stjörnustúlkur unnu bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarinn á síðustu leiktíð en léku gegn FH í þessum leik þar sem Hafnarfjarðarliðið lenti í öðru sæti bikarsins. FH-stelpur stóðu í Stjörnustúlkum í fyrri helming fyrri hálfleiks en getumunurinn milli liðanna kom bersýnilega í ljós eftir það. Eftir að staðan var jöfn 9-9 náði Stjörnuliðið völdum á vellinum og var með níu marka forystu í hálfleik 21-12. Fyrir leikinn bjuggust flestir við að Stjarnan myndi vinna örugglega og það var raunin. Það var aldrei nokkur spurning í seinni hálfleiknum hvoru megin sigurinn myndi lenda heldur aðeins hversu stórt hann yrði. Alina Tamasan, sem hét áður Alina Petrache, var markahæst í Garðabæjarliðinu með 10 mörk en Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 8. Kristín Clausen komst einnig á blað hjá Stjörnustúlkum með tvö mörk en hún hafði gefið það út í sumar að hún hyggðist taka sér frí frá handknattleiksiðkun. Gleðiefni að henni snérist hugur. Stjörnuliðið lítur mjög vel út fyrir tímabilið í N1-deildinni þó mótspyrnan í kvöld hafi reyndar ekki verið gríðarleg. Þessi leikur markar upphaf tímabils en keppni í deildinni hefst eftir viku. Stjarnan-FH 37-24 (21-12) Mörk Stjörnunnar: Alina Tamasan 10 (5 víti), Elísabet Gunnarsdóttir 8, Þorgerður Anna Atladóttir 5, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 2, Kristín Clausen 2, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2, Fanney Ingvarsdóttir 1, Estger Viktoría Ragnarsdóttir.Varin skot: Florentina Stanciu 19.Mörk FH: Sigrún Gilsdóttir 6, Birna Berg Haraldsdóttir 5, Birna Íris Helgadóttir 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 1 (1 víti), Hafdís Guðjónsdóttir 1, Heiðrún Rún Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir 5, Jolanta Slapikiene 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Sjá meira