Landsbankasvindlið á Spáni teygir sig til Cote d´Azur 12. febrúar 2009 11:25 Landsbankasvindlið á Spáni teygir nú anga sína yfir Cote d´Azur leikvöll þeirra frægu og ríku í suðurhluta Frakklands. Fjallar er um málið á vefsíðunni euroweekly.com. Eins og fram kom hjá Fréttastofunni fyrir áramótin er töluverður fjöldi breskra ellilífeyrisþega á Spáni, einkum Costa Blanca og Marbella í málaferlum gegn Landsbankanum í Luxemburg þar sem þeir telja að bankinn hafi staðið að fjársvikum með því að bjóða þeim upp á sérstakt fjárfestingarverkefni sem bankinn sagði 100% öruggt og án áhættu. Afleiðingarnar eru að Bretarnir eru margir að missa húseignir sínar á Spáni. Verkefnið gekk út á það að fólkið veðsetti eignir sínar á Spáni og fékk 1/4 af láninu í peningum til sín en 3/4 fór í fjárfestingarasjóð á vegum Landsbankans og átti ávöxtun sjóðsins að standa undir afborgunum og vöxtum af viðkomandi láni. De la Cruz lögmaður Bretanna á Costa Blanca segir að eftir að hafa lesið yfir þá samninga sem bresku ellilífeyrisþegarnir gerðu við Landsbankann í Luxemburg kemur í ljós að fólk hefur greinilega verið svikið og blekkt illilega. Sem dæmi nefnir hann að í samningnum komi fram að viðkomandi þurfi ekki að greiða erfðaskatt en slíkar alhæfingar fást ekki staðist skv. spænskum skattalögum. Einnig nefnir hann að Landsbankinn hafi ekki haft starfsleyfi á Spáni og að þetta fjárfestingarverkefni bankans brjóti gegn spænskum lögum og reglum. Samkvæmt frásögn euroweekly.com hafa kröfuhafar í þrotabú Landsbankans í Luxemborg nú fengið leyfi til að taka yfir fasteignatryggingarnar á Spáni. Þar með sitja yfir hundrað breskir ellilífeyrisþegar í súpunni með skuldir upp á samtals 40 milljónir evra eða tæpleg 6 milljarða kr.. Jafnframt greinir vefsíðan frá því að svipað mál sé nú í uppsiglingu á Cote d´Azur þar sem bankinn bauð upp á svipaða samninga og á Spáni. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Landsbankasvindlið á Spáni teygir nú anga sína yfir Cote d´Azur leikvöll þeirra frægu og ríku í suðurhluta Frakklands. Fjallar er um málið á vefsíðunni euroweekly.com. Eins og fram kom hjá Fréttastofunni fyrir áramótin er töluverður fjöldi breskra ellilífeyrisþega á Spáni, einkum Costa Blanca og Marbella í málaferlum gegn Landsbankanum í Luxemburg þar sem þeir telja að bankinn hafi staðið að fjársvikum með því að bjóða þeim upp á sérstakt fjárfestingarverkefni sem bankinn sagði 100% öruggt og án áhættu. Afleiðingarnar eru að Bretarnir eru margir að missa húseignir sínar á Spáni. Verkefnið gekk út á það að fólkið veðsetti eignir sínar á Spáni og fékk 1/4 af láninu í peningum til sín en 3/4 fór í fjárfestingarasjóð á vegum Landsbankans og átti ávöxtun sjóðsins að standa undir afborgunum og vöxtum af viðkomandi láni. De la Cruz lögmaður Bretanna á Costa Blanca segir að eftir að hafa lesið yfir þá samninga sem bresku ellilífeyrisþegarnir gerðu við Landsbankann í Luxemburg kemur í ljós að fólk hefur greinilega verið svikið og blekkt illilega. Sem dæmi nefnir hann að í samningnum komi fram að viðkomandi þurfi ekki að greiða erfðaskatt en slíkar alhæfingar fást ekki staðist skv. spænskum skattalögum. Einnig nefnir hann að Landsbankinn hafi ekki haft starfsleyfi á Spáni og að þetta fjárfestingarverkefni bankans brjóti gegn spænskum lögum og reglum. Samkvæmt frásögn euroweekly.com hafa kröfuhafar í þrotabú Landsbankans í Luxemborg nú fengið leyfi til að taka yfir fasteignatryggingarnar á Spáni. Þar með sitja yfir hundrað breskir ellilífeyrisþegar í súpunni með skuldir upp á samtals 40 milljónir evra eða tæpleg 6 milljarða kr.. Jafnframt greinir vefsíðan frá því að svipað mál sé nú í uppsiglingu á Cote d´Azur þar sem bankinn bauð upp á svipaða samninga og á Spáni.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira