Safnar ástarbréfum Íslendinga 10. mars 2009 06:00 Sunna og Landsbókasafn Íslands efna til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Öll innsend bréf verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir/GVA „Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira