Kreppa stöðvar Grammy-fara 4. febrúar 2009 05:00 Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki viðstaddur Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles. „Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira