Stjörnusigur í háspennuleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2009 19:52 Jovan Zdravevski skoraði fjórtán stig fyrir Stjörnuna í leiknum, öll í fyrri hálfleik. Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Stjarnan varð fyrsta liðið, fyrir utan KR, að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla. Stjarnan vann tveggja stiga sigur, 90-88. Stjörnumenn voru með frumkvæðið nærri allan leikinn og náði að standa af sér kröftuga mótspyrnu gestanna á lokamínútum leiksins. En allt kom fyrir ekki og Grindavík tapaði þar með aðeins sínum öðrum leik í vetur. Stjarnan vann sinn fjórða leik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins síðan að Teitur Örlygsson tók við þjálfun þess. Eftir að jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar tóku Stjörnumenn frumkvæðið áður en fyrsta leikhluta lauk og náði sjö stiga forystu, 29-22. Justin Shouse fór fyrir öflugum sóknarleik Stjörnumanna og skoraði alls fimmtán stig og gaf sex stoðsendingar í fyrri hálfleik. Heimamenn náðu að halda ágætu jafnvægi í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 53-44. Það var gríðarleg barátta í þriðja leikhluta en Grindvíkingar náðu þó að saxa á forskotið og munaði þar miklu um tvær þriggja stiga körfur sem Brenton Birmingham setti niður á lokamínútunum. Þá var einnig mikið um tæknifeila og tapaða bolta á báða bóga. Stjarnan hafði enn þriggja stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 68-65. Sama baráttan hélt áfram og var munurinn enn þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka. Með mikilli þrautsegju náðu Stjörnumenn að halda forystuna allt til loka og innbyrða afar góðan sigur. Justin Shouse átti sem fyrr segir skínandi leik og skoraði mörg afar mikilvæg stig fyrir Stjörnuna. Hann var stigahæstur með 26 stig, átta stoðsendingar og sex fráköst. Fannar Freyr Helgason (24 stig, 16 fráköst, 7 stoðsendingar) og Jovan Zdravevski (14 stig, 8 stoðsendingar, 7 fráköst) voru heldur ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Páll Axel Vilbergsson og Brenton Birmingham stóðu upp úr hjá Grindavík. Páll Axel var með 21 stig og sjö fráköst og Brenton með 20 stig og sex fráköst.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08 Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05 Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Fyrsti sigur Skallagríms Skallagrímur vann í kvöld sinn fyrsta leik í Iceland Express-deild karla er liðið lagði Breiðablik á heimavelli, 73-58. 8. janúar 2009 21:08
Friðrik: Sanngjörn úrslit Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði að sigur Stjörnunnar á sínum mönnum í kvöld hafi verið sanngjarn. 8. janúar 2009 22:05
Teitur: Baráttan skilaði sigrinum Teitur Örlygsson stýrði í kvöld Stjörnunni til sigurs gegn sterku liði Grindavíkur í sínum fyrsta deildarleik síðan hann tók við Garðbæingum. 8. janúar 2009 21:57