Patrekur: Áttum skilið eitt stig Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:56 Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína. Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína.
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira