KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda Elvar Geir Magnússon skrifar 11. október 2009 18:06 Hildur Sigurðardóttir hampar sigurlaununum í DHL-höllinni í kvöld. Mynd/Stefán Borgþórsson KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7 Dominos-deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun. KR-konur byrjuðu leikinn mun betur meðan Haukaliðið var ekki í sambandi og náðu strax forystu 16-2. Að loknum fyrsta leikhluta höfðu þær ellefu stiga forystu. Hafnarfjarðarliðið fann síðan taktinn í öðrum leikhluta þegar þær skoruðu átta stig í röð og skyndilega var munurinn orðinn aðeins sex stig. En þá datt liðið aftur úr sambandi. Heather Ezell fór hamförum í Haukaliðinu og var með 18 af 28 stigum liðsins í fyrri hálfleik en rétt fyrir leikhlé náði KR liðið aftur að skjótast fram úr og staðan 41-28 í hálfleik. Með því að skora fimmtán stig í röð gerðu KR-konur út um leikinn og engin spenna var í síðari hálfleiknum. 33 stiga sigur KR niðurstaðan en stigahæst í þeirra liði var Jenny Pfeiffer-Finora með 15 stig. Signý Hermannsdóttir skoraði 11 stig og tók 8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig og 7 fráköst. Ezell skoraði 24 af stigum Hauka en framlag annarra leikmanna var lítið og næsti leikmaður á eftir með sjö stig. Góður sigur hjá KR-konum sem urðu á dögunum Powerade-bikarmeistarar og eru greinilega í feykilegu formi. Ljóst er hinsvegar að blóðtakan sem Haukaliðið hefur orðið fyrir frá síðasta vetri er mikil og þá vantaði tvær landsliðskonur í þeirra lið í dag. Frá árinu 1995 hefur þessi leikur verið góðgerðarleikur og rennur allur aðgangseyrir til ákveðins góðgerðarfélags. Allir sem að leikjunum koma gefa sína vinnu til styrktar málefninu hverju sinni. Í ár er það Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna sem fær allt það fé sem safnast í kringum leikina. Klukkan 19:15 hefst leikurinn í karlaflokki þar sem Íslandsmeistarar KR leika gegn bikarmeisturum Stjörnunnar. KR - Haukar 78-45 Stigahæstar hjá KR: Jenny Pfeiffer-Finora 15 Hildur Sigurðardóttir 11 Signý Hermannsdóttir 11 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir Stigahæstar hjá Haukum:Heather Ezell 24 Margrét Rósa Hálfdánardóttir 7
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum