Valskonur komnar í úrslitaleikinn - Hrafnhildur í stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2009 13:11 Hrafnhildur Skúladóttir átti mjög góðan leik í dag. Mynd/Arnþór Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik kvenna í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 31-26 sigri á Haukum á Strandgötu. Haukar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þær réðu ekkert við Hrafnhildi Skúladóttur sem átti stórleik. Haukaliðið komust í 5-1 og 9-5 en góður endasprettur Valsliðsins kom liðinu yfir í 15-14 fyrir hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir endaði hálfleikinn með því að skora mark sekúndu áður en hálfleiksflautan gall. Haukaliðið hélt aðeins í Valsliðið á upphafsmínútum seinni hálfleiks en fjögur Valsmörk í röð komu liðinu í 20-16 og eftir það var mótspyrna Haukaliðsins úr sögunni. Valsliðið nýttu sér hver mistök Haukaliðsins á fætur öðrum og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Valsliðið náði mest níu marka forskoti en Haukaliðið náði að minnka muninn aðeins í lokin. Þegar upp var staðið hafði Valur unnið öruggan fimm marka sigur, 31-26. Hrafnhildur Skúladóttir átti stórleik hjá Val og skoraði 11 mörk en það kom ekki að sök að Berglind Íris Hansdóttir var ekki í marki liðsins því Sunneva Einarsdóttir stóð sig vel í hennar forföllum. Brynja Steinsen sýndi líka gamla takt og skoraði 5 mörk fyrir Val. Ramune Pekarskyte (10 mörk) og Erna Þráinsdóttir (8 mörk) voru í sérflokki í sóknarleik hauka og Bryndís Jónsdóttir varði vel í markinu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Nína Björk Arnfinnsdóttir spiluðu ekki með Haukum í dag og munaði miklu um það fyrir stelpurnar hennar Díönu Guðjónsdóttur. Valur mætir annaðhvort Stjörnunni eða Fram í úrslitaleiknum á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram klukkan 18.00 í dag. Valur-Haukar 31-26 (15-14) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 11, Brynja Steinsen 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Nína Kristín Björnsdóttir 2/2, Soffía Rut Gísladóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Sunneve Einarsdóttir varði 17 skot.Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Erna Þráinsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Sandra Sif Sigurðardóttir 1, Tatiana Zukovska 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Tinna Guðrún Barkardóttir 1. Bryndís Jónsdóttir varði 23 skot. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Valskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik kvenna í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum með 31-26 sigri á Haukum á Strandgötu. Haukar byrjuðu vel og náðu fimm marka forskoti í fyrri hálfleik en þær réðu ekkert við Hrafnhildi Skúladóttur sem átti stórleik. Haukaliðið komust í 5-1 og 9-5 en góður endasprettur Valsliðsins kom liðinu yfir í 15-14 fyrir hálfleik. Hrafnhildur Skúladóttir endaði hálfleikinn með því að skora mark sekúndu áður en hálfleiksflautan gall. Haukaliðið hélt aðeins í Valsliðið á upphafsmínútum seinni hálfleiks en fjögur Valsmörk í röð komu liðinu í 20-16 og eftir það var mótspyrna Haukaliðsins úr sögunni. Valsliðið nýttu sér hver mistök Haukaliðsins á fætur öðrum og skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum. Valsliðið náði mest níu marka forskoti en Haukaliðið náði að minnka muninn aðeins í lokin. Þegar upp var staðið hafði Valur unnið öruggan fimm marka sigur, 31-26. Hrafnhildur Skúladóttir átti stórleik hjá Val og skoraði 11 mörk en það kom ekki að sök að Berglind Íris Hansdóttir var ekki í marki liðsins því Sunneva Einarsdóttir stóð sig vel í hennar forföllum. Brynja Steinsen sýndi líka gamla takt og skoraði 5 mörk fyrir Val. Ramune Pekarskyte (10 mörk) og Erna Þráinsdóttir (8 mörk) voru í sérflokki í sóknarleik hauka og Bryndís Jónsdóttir varði vel í markinu. Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Nína Björk Arnfinnsdóttir spiluðu ekki með Haukum í dag og munaði miklu um það fyrir stelpurnar hennar Díönu Guðjónsdóttur. Valur mætir annaðhvort Stjörnunni eða Fram í úrslitaleiknum á morgun en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram klukkan 18.00 í dag. Valur-Haukar 31-26 (15-14) Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 11, Brynja Steinsen 5, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Ágústa Edda Björnsdóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Nína Kristín Björnsdóttir 2/2, Soffía Rut Gísladóttir 1, Arndís María Erlingsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1. Sunneve Einarsdóttir varði 17 skot.Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Erna Þráinsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 3, Erla Eiríksdóttir 1, Sandra Sif Sigurðardóttir 1, Tatiana Zukovska 1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Tinna Guðrún Barkardóttir 1. Bryndís Jónsdóttir varði 23 skot.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira