Iceland Express-deild karla: Fyrsta tap Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:00 Stórleikur Justin Shouse dugði Stjörnunni ekki til sigurs í kvöld. Mynd/Stefán Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54) Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld þar sem hæst bar að Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í deildinni þegar Tindastóll kom í heimsókn en lokatölur urðu 93-95. Njarðvík hélt sigurgöngu sinni hins vegar áfram með 89-100 sigri gegn Hamri og Njarðvíkingar sitja því einir á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Grindavík vann svo 32 stiga sigur gegn Breiðabliki, 72-104. Leikur Stjörnunnar og Tindastóls var í járnum framan af leik en staðan var 20-19 eftir fyrsta leikhluta og 35-38 í hálfleik. Gestirnir í Tindastóli juku svo forskot sitt smátt og smátt og leiddu með átta stiga mun 60-68 fyrir lokaleikhlutann. Þegar rúm mínúta lifði leiks voru gestirnir í Tindastóli með fjögurra stiga forskot 86-90 og mikil spenna í loftinu. Munurinn var enn fjögur stig á liðunum, 88-92, þegar rúm hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn gerðu heiðarlega tilraun til þess að stela sigrinum á lokakaflanum með Justin Shouse í fararbroddi en urðu að sætta sig við 93-95 tap. Amani Bin Daanish var stigahæstur hjá Tindastóli með 26 stig og 12 fráköst en Michael Giovacchini kom næstur með 23 stig og Svavar Birgisson og Helgi Viggósson skoruðu 20 stig hvor. Hjá Stjörnunni var Shouse stigahæstur með 38 stig og 11 stoðsendingar en Jovan Zdravevski kom næstur með 21 stig. Hamar átti í fullu té við Njarðvík lengi vel og leiddi í hálfleik, 50-45, en gestirnir tóku svo til sinna ráða í þriðja leikhluta og fóru með sex stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Njarðvíkingar héldu haus í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum góðan 89-100 sigur. Magnús Þór Gunnarsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 32 stig og 7 stoðsendingar en Jóhann Árni Ólafsson kom næstur með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Andre Dabney stigahæstur með 40 stig. Þá fengu Grindvíkingar heldur betur uppreisn æru í kvöld þegar þeir unnu 72-104 stórsigur gegn Blikum en Suðurnesjaliðið hafði átt erfitt uppdráttar til þessa í vetur. Nýi leikmaðurinn Darrell Flake var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig en Brenton Birmingham kom næstur með 19 stig. Hjá Breiðabliki var John Davis stigahæstur með 21 stig.Úrslit kvöldsins: Stjarnan-Tindastóll 93-95 (35-38) Hamar-Njarðvík 89-100 (50-45) Breiðablik-Grindavík 72-104 (31-54)
Dominos-deild karla Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins