Konur sem töggur er í Gerður Kristný skrifar 26. október 2009 06:00 Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Lætin voru svo mikil í mellunum, að þær hlupu unnvörpum um borð, ruku niður í lúkar og berháttuðu sig þar umsvifalaust, til að sýna á sér skrokkana. ... Þær voru bráðmyndarlegar stúlkur margar, nokkuð þykkvaxnar. Það er einhver töggur í þessu kvenfólki," segir Íslendingur nokkur um rússneskar vændiskonur í ævisögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Hann lætur fylgja með að hann hafi verið með einni „þarna í lúkarnum". Viðhorf íslenskra karlmanna til vændis hefur jafnan einkennst af barnaskap. Þeir virðast líta á vændiskonur sem hressar stúlkur sem standist einfaldlega ekki svona víkinga. Og þó svo þeir gauki peningum að dömunum? En nú hefur þjóðin vaknað við vondan draum. Hér hafa menn orðið uppvísir að mansali. Karlar svipta konur frelsinu og aðrir karlar borga síðan þessum körlum fyrir að fá að nauðga þeim. Til eru íslenskir karlmenn sem fúlsa ekki við því. Ekki eru það bara konur sem pyntaðar eru á þennan hátt því unglingsstúlkur sleppa ekki. Hærra verð fæst fyrir þær sem hafa verið „skólaðar til", þ.e.a.s. pyntaðar tímunum saman, oft af hópi karla. Þaðan í frá geta kvalararnir haft hemil á þeim með augnaráðinu einu. Það segir mikið að litháíska stúlkan sem kom hingað fyrir tveimur vikum, og landar hennar hugðust selja í vændi, skuli hafa verið send ein í flugi. Enginn virðist hafa átt von á að hún veitti mótspyrnu. Lögreglan hefur verið undir smásjá, enda almenningur forvitinn um hvernig hún brygðist við. Alltaf má gera betur. Fáeinum dögum eftir komu stúlkunnar stóð á lögregluvefnum að götuvændi færi vaxandi hér og síðan sagt: „Í höfuðborgum nágrannalandanna hafa erlendar vændiskonur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið margvíslegum vanda á undanliðnum árum."Þessi undarlega fullyrðing var síðan étin upp af Morgunblaðinu. Í Bylgjuviðtali nokkru síðar benti Stefán Eiríksson lögreglustjóri þó á að framboðið væri ekki vandamálið við vændi, heldur eftirspurnin. Nákvæmlega! Við vitum of mikið til að geta lokað augunum fyrir eymd annarra. Framan á bókarkápu ævisögunnar sem ég minntist á í upphafi stendur: „Þú hlærð þig máttlausan við lesturinn og á stundum getur þú ekki lesið fyrir hláturrokunum." Jú, ætli maður hlæi ekki af feginleik yfir að dætur íslenskra sjómanna hafi ekki verið neyddar til að sýna allan þann tögg sem í þeim býr.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar