Fimm lönd eiga hættu á íslenskum örlögum 28. janúar 2009 15:22 Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins. Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Vefsíðan foreignpolicy.com segir að fimm lönd í heiminum eigi nú á hættu að upplifa íslensk örlög, það er nær algert hrun efnahagslífsins. Þessi lönd eru Bretland, Lettland, Grikkland, Úkranía og Nigaragúa. Hvað Bretland varðar segir m.a. að fjármálakreppan þar sé orðin svo alvarleg að London hafi fengið nýtt nafn, Reykjavik-on-Thames, í erlendum fjölmiðlum. Reiknað er með að landsframleiðsla Breta minnki um tæp 3% í ár og að atvinnuleysi verði um 8%. Jafnframt telja 23% Breta nú að þeir ráði ekki við skuldir sínar. Lettland er það land sem líkist Íslandi hvað mest og þá erum við ekki að tala um veðurfarið. Landið, eins og Ísland fyrir hrun, glímir við gífurlegar erlendar skuldir, stóraukna neyslu og lítinn sparnað hjá almenningi. Reiknað er með að landsframleiðslan minnki um 6,9% í ár og að atvinnuleysið verði mælt í tveggja stafa tölu. Landið er komið í gjörgæslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Skuldir Grikklands nema nú 90% af landsframleiðslu og er landið það veikasta innan Evrópusambandsins hvað efnahagsmálin varðar. Svo gæti farið að landið neyðist til að segja sig frá evrunni og taka upp eigin mynt að nýju. Svipað og á Íslandi hafa mikil mótmæli sett svip sinn á grískt þjóðfélag í vetur og eru efnahagsmálin talin undirrót þeirra. Úkranía, eins og Ísland og Lettland, hefur leitað á náðir AGS en einhæfur útflutningur þess (aðallega stál) hefur gert það að verkum að landið er verst statt meðal Austur-Evrópu þjóða. Það sem eykur á vanda Úkraníumanna eru stöðugar deilur pólitíkusa í landinu sem gætu á endanum leitt til þess að AGS afturkallaði aðstoð sína. Daniel Ortega, gamall óvinur Bandaríkjamanna frá dögum Kalda stríðsins, situr við völd í Nígaragúa. Í fyrstu sagði hann að fjármálakreppan væri refsing guðs á hendur Bandaríkjamanna. Nú hefur kreppan bitið hann sjálfan rækilega í rassinn. Efnahagslífið er háð peningasendingum frá landsbúum sem starfa utanlands og verulega hefur dregið úr þeim í kreppunni. Þar að auki hafa einræðistilburðir Ortega gert það að verkum að dregið hefur úr þróunaraðstoð til landsins.
Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent