Varalitaðir og ómálaðir busar: Þurftu ekki að blása á Kvennóballi Skólalíf skrifar 16. september 2009 20:01 Plötusnúðurinn Danni Deluxe hélt uppi stuðinu á busaballi Kvennó. Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans. Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Því fer fjarri að allir framhaldsskólar láti nemendur sína blása á böllum, en líkt og Skólalíf greindi frá í gær er sá hátturinn hafður á hjá bæði Verzló, MR og fleiri skólum. Þannig var til dæmis ekki beitt áfengismælum á busaballi Kvennó. Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar, segir ballið þrátt fyrir það hafa gengið vel fyrir sig. Ballið var haldið á miðvikudegi í byrjun september á Nasa. Að sögn Sindra markaði ballið hápunkt busaviku skólans, þar sem busunum var gert að fylgja ákveðnum reglum til að vígja þá inn í skólann. „Í þrjá daga giltu reglur sem busarnir áttu að fylgja, til dæmis að ganga meðfram veggjum, strákarnir voru með varalit og stelpurnar ómálaðar,“ segir Sindri. Hann segir nemendur skólans ekki hafa þurft að blása í áfengismæli á ballinu og það standi ekki sérstaklega til. Hann bætir þó við að nemendafélagið taki skýrt fram að ölvun ógildi alla miða. Hann segir ballið hafa farið vel fram og allir skemmt sér konunglega. Þá hafi fáir þurft að heimsækja dauðaherbergið. „Kvennó er mjög lítill skóli og hagar sér vel hvert sem hann fer, svo það hefur aldrei verið nauðsyn fyrir svona mæla á okkar böllum. Þetta gæti þó verið skref í rétta átt á stóru böllunum og fyrir nýnemana,“ segir Sindri. Hann segist einkum hafa áhyggjur af því að áfengismælar gætu farið illa í eldri nemendur skólans.
Menntaskólar Tengdar fréttir Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04 Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08 Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Sjá meira
Allir busar látnir blása á Verzlóballi Busaball Verzlunarskólans fer fram nú á fimmtudagskvöldið á skemmtistaðnum Broadway. Árni Kristjánsson, forseti NFVÍ, var í óða önn við að undirbúa ballið þegar Skólalíf náði tali af honum. 15. september 2009 20:04
Frábær busavika í Kvennó Busavikunni er lokið í Kvennaskólanum í Reykjavík. Busarnir eru nú orðnir nýnemar og bjóðum við þau hjartalega velkomin í Kvennó. Busavikan stóð yfir í 3 daga en hún endaði með stórdansleik á Nasa. 3. september 2009 15:08
Áfengismælar frumsýndir: Aðeins tíu dauðir á busaballi MR Aðeins tíu manns enduðu í sjúkragæslu, sem jafnan gengur undir gælunafninu „dauðaherbergið,“ á busaballi MR sem fram fór í upphafi mánaðarins, en það þykir í minna lagi. Árni Freyr Snorrason, Inspector Skólafélagsins, sagðist ánægður með hversu vel ballið fór fram og bætir við að skólastjórnin hafi verið ánægð. 15. september 2009 19:30