Al Pacino til liðs við Shakespeare 5. febrúar 2009 06:00 Lér Al Pacino leikur Lé konung í mynd Michaels Radford. Pacino finnst hann nú vera orðinn nógu gamall til að taka að sér hlutverkið. Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Al Pacino hyggst bregða sér í líki Lés konungs, eins af þekktustu persónum Williams Shakespeare. Í þessu sígilda leikriti er sagt frá konungi sem þarf að skipta upp ríkidæmi sínu á milli þriggja dætra sinna. Lér ákveður að hafa þann háttinn á að sú sem elskar hann mest fær allt. Tvær af dætrum Lés flaðra upp um hann og dekra við hann með öllum hætti en sú þriðja neitar að taka þátt í leiknum. Hún er síðan gerð arflaus, Kóngurinn dagar hins vegar uppi óhamingjusamur og vansæll. Pacino hefur áður daðrað við Shakespeare, lék meðal annars í kvikmyndunum Kaupmaður í Feneyjum og Looking for Richard. Stórleikaranum hefur áður verið boðið hlutverkið en sjálfum hefur Pacino ekki fundist hann nógu gamall í það. Pacino veitir ekkert af að hressa aðeins upp á ferilinn hjá sér enda hefur hann ekki verið merkilegur að undanförnu. Kvikmyndir hans hafa flest allar verið skotnar niður og þessi mikli gæðaleikari þarf heldur betur vind í seglinn. Leikstjórinn Michael Radford hefur verið ráðinn til að leikstýra en hann er þekktastur fyrir konfektmolana sína Il Postino og áðurnefndan Kaupmann í Feneyjum. Samkvæmt bíósíðu Empire verður myndin búningadrama af bestu gerð, hún verði svipuð og Kaupmaðurinn í útliti. Þetta þýðir því að hún muni ekki gerast á þeim tíma sem Lér konungur ríkti en það var fyrir tíma Rómverja í Bretlandi.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein