Vinir starfa saman 3. október 2008 05:15 Robert De Niro fer með aðalhlutverkið í myndinni I Heard You Paint Houses í leikstjórn vinar síns Martin Scorsese. Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíumyndin Casino kom út árið 1995. Kvikmyndaáhugamenn eiga vafalítið eftir að fagna þessum tíðindum því á meðal annarra mynda þeirra eru hinar sígildu Mean Streets, Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas. I Heard You Paint Houses verður byggð á bók eftir Charles Brandt, sem vingaðist við írska leigumorðingjann Frank „The Irishman" Sheeran, sem lést fyrir fjórum árum. Í bókinni játaði Sheeran á sig fjölda morða, þar á meðal að hafa komið Jimmy Hoffa fyrir kattarnef. De Niro fer með hlutverk Sheeran og mun jafnframt framleiða myndina ásamt Scorsese og Jane Rosenthal. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíumyndin Casino kom út árið 1995. Kvikmyndaáhugamenn eiga vafalítið eftir að fagna þessum tíðindum því á meðal annarra mynda þeirra eru hinar sígildu Mean Streets, Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas. I Heard You Paint Houses verður byggð á bók eftir Charles Brandt, sem vingaðist við írska leigumorðingjann Frank „The Irishman" Sheeran, sem lést fyrir fjórum árum. Í bókinni játaði Sheeran á sig fjölda morða, þar á meðal að hafa komið Jimmy Hoffa fyrir kattarnef. De Niro fer með hlutverk Sheeran og mun jafnframt framleiða myndina ásamt Scorsese og Jane Rosenthal.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira