ESB aðild Íslands aldrei rædd Guðjón Helgason skrifar 28. apríl 2008 19:07 Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna. Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur forsætisráðherra átt fundi með fjölmörgum þungaviktarmönnum innan Evrópusambandsins. Möguleg aðild Íslands að ESB mun aldrei hafa borið á góma. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fundaði með Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar þess, og Ollie Rehn sem fer með stækkunarmál ESB í Brussel í febrúar. Möguleikar Íslands á aðild voru ekki ræddir. Forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi með Barroso að málið væri ekki á dagskrá hjá ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sat fund norrænna starfsbræðra sinna um alþjóðavæðingu og áhrif hennar í Norður-Svíþjóð fyrr í þessum mánuði. Evrópusambandsmál bar ekki á góma svo upplýst hafi verið. Í síðustu viku fundaði forsætisráðherra með David Cameron, leiðtoga breska Íhaldsflokksins, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum. Hann sagði eftir þá fundi að hann hefði rætt eitt og annað sem varðaði Evrópu við Brown lauslega en það hefði ekki verið aðal málið. Annað mátti lesa úr fréttatilkynningu frá Downing-stræti þar sem sagði að Brown og Geir hefðu leitast eftir að ná samkomulagi um viðræður milli háttsettra sendifulltrúa ríkjanna í ljósi þess að líkur á aðild Íslands að Evrópusambandinu færu vaxandi. Þessu var breytt samdægurs. Forsætisráðherra sagði að þegar vísað væri til háttsettra sendifulltrúa væri verið að tala um varnarviðræður. Forsætisráðherra átti síðdegis fund með Matti Vanhanen forsætisráðherra Finnlands sem kom í tveggja daga opinbera heimsókn til Íslands í dag. Finnar voru síðast í forsvari fyrir ESB seinnihluta árs 2006. Fram kom á blaðamannafundi síðdegis að möguleg aðild Íslands að bandalaginu hefði ekki borið á góma á fundi forsætisráðherranna.
Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira