Titillinn blasir við Keflvíkingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2008 20:17 Arnar Freyr Jónsson Keflvíkingur er hér með boltann í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Víkurfréttir/Jón Björn Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7 Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira
Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík vann 15 stiga sigur, 98-83, og er þar með komið í 2-0 í einvíginu. Það þýðir að Keflavík getur orðið Íslandsmeistari sigri það Snæfell í næsta leik liðanna í Keflavík á fimmtudagskvöldið næstkomandi. Keflavík var sterkari aðilinn nánast allan leikinn. Liðið komst í níu stiga forystu í öðrum leikhluta en Snæfell náði að minnka muninn í tvö stig og komast svo í forystu í upphafi þriðja leikhluta. Það var í sjálfu sér eini leikkaflinn þar sem Snæfellingar léku eins og þeir vildu gera en það vantaði mikið upp á varnarleik liðsins í kvöld sem og liðið var að tapa allt of mörgum boltum í upphafi leiksins. Keflvíkingar voru heldur ekki að spila neitt sérstaklega góða vörn en héldu frumkvæðinu í leiknum með öflugum sóknarleik. Snæfell náði að minnka muninn í fimm stig undir lok leiksins og hleypa smá spennu í leikinn en allt kom fyrir ekki. Þetta var fimmti sigur Keflavíkurliðsins í röð í úrslitakeppninni en liðið lenti 2-0 undir í undanúrslitunum gegn ÍR en vann svo 3-2. Tommy Johnson var stigahæstur hjá Keflavík með 27 stig og hitti úr fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum. BA Walker kom næstur með 23 stig. Keflavík missti alls fjóra menn út af með fimm villur og sigurin því enn sætari fyrir vikið. Einn þeirra var Sigurður Þorsteinsson en hann átti samt gríðarlega sterka innkomu í síðari hálfleik en tók níu fráköst, þar af fjögur í sókninni. Justin Shose var stigahæstur hjá Snæfelli með 23 stig og Jón Ólafur skoraði 20. Sigurður Þorvaldsson skoraði fjórtán stig og Hlynur tólf og hann tók jafn mörg fráköst. Lykiltölfræði leiksins má finna neðst í greininni. Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 4-0 forystu. Keflavík svaraði hins vegar með því að skora sjö stig í röð en Snæfellingar voru í miklum vandræðum með sóknarleikinn sinn og töpuðu sjö boltum á sjö mínútunum. Gunnar Einarsson hélt áfram að fara á kostum utan þriggja stiga línunnar og setti niður tvo þrista í fyrsta leikhlutanum. Hann skoraði alls átta stig í röð og breytti stöðunni úr 9-9 í 17-9. Snæfellingar náðu hins vegar að laga stöðuna aðeins á lokamínútum leikhlutans og minnkuðu muninn í fimm stig, 19-14. Snæfellingar áttu áfram í vandræðum með varnarleik Keflvíkinga framan af öðrum leikhluta og náðu gestirnir mest níu stiga forystu. En heimamenn náðu að bíta frá sér og gáfu Keflvíkingum ekki tækifæri til að stinga af. Það er hins vegar ljóst að Snæfellingar voru að tapa allt of mörgum boltum og voru þeir orðnir ellefu talsins strax í upphafi annars leikhluta. Þeir náðu þó að laga það eftir því sem á leið og fengu tækifæri til að jafna metin í lok hálfleiksins. Það tókst ekki og staðan því 44-42 í hálfleik, Keflavík í vil. Snæfell skoraði fyrstu stigin í síðari hálfleik rétt eins og í upphafi leiksins og komst í forystu í fyrsta skipti síðan þá. Jón Nordal og Susnjara fengu sína fjórðu villu strax í upphafi hálfleiksins sem voru slæm tíðindi fyrir Keflvíkinga. Snæfellingar lentu líka í villuvandræðum en Justin Shouse fékk sína fjórða villu í þriðja leikhluta. En Keflvíkingar voru fljótir að ná frumkvæðinu á ný og komu sér í tíu stiga forystu, 59-49. Varnarleikur beggja liða var ekki upp á marga fiska og náði Keflavík að viðhalda þessum mun. Tommy Johnson setti niður þrjá þrista í leikhlutanum og hélt sínum mönnum í forystu þó svo að Keflavík ætti í miklum villuvandræðum. Keflvíkingarnir Jón Nordal og Susnjara sem og Snæfellingurinn Jón Ólafur fengu sína fimmtu villu í upphafi fjórða leikhluta og því útilokaðir frá leiknum. Það var mikill missir fyrir Snæfellinga því Jón Ólafur var þá stigahæsti leikmaður liðsins með 20 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst. Keflvíkingar náðu samt að halda sinni tíu stiga forystu og voru einfaldlega að spila betri sóknarleik en Snæfellingar. Margir lykilmanna Snæfells voru einnig ekki að skila sínu í sókninni og hafði það sitt að segja. Gunnar Einarsson fékk svo sína fimmta villu þegar sjö mínútur voru til leiksloka og fengu þá Snæfellingar tækifæri til að saxa á forskot gestanna. Sigurður Þorsteinsson varð svo fjórði Keflvíkingurinn til að fjúka út af með fimm villur og náðu Snæfellingar að minnka muninn í mest fimm stig. En nær komust þeir ekki og niðurstaðan sætur sigur Keflvíkinga, 98-83.Lykiltölfræði: Snæfell - Keflavík Skotnýting (2ja): 50% - 58,9% Skotnýting (3ja): 29,1% - 33,3% Fráköst: 44 - 33 Tapaðir boltar: 18 - 7 Stolnir boltar: 3 - 15 Varin skot: 3 - 7
Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Sjá meira