Afmæli Atla fagnað 18. september 2008 08:00 Atli Heimir Sveinsson Glæsileg hátíðarhöld fara fram víða um heim í tilefni af sjötugsafmæli hans. Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Fyrst ber að nefna tónleika sem haldnir verða á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 16 á sunnudag. Þar munu stíga á svið leikarar Þjóðleikhússins ásamt fjölda tónlistarmanna og dansara og flytja brot úr leikhúsperlum tónskáldsins. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Backman, miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 fara svo fram hátíðartónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar verða á dagskrá kammertónlist, rapp og kórtónlist, en verkin endurspegla hin ólíku stílbrigði sem finna má í verkum Atla Heimis. Á meðal flytjenda eru Kolbeinn Bjarnason, Guðmundur Kristmundsson, Elísabet Waage, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Franzson og Margrét Sigurðardóttir. Kynnir á tónleikunum er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, miðaverð er 1.500 kr. og miða má nálgast í miðasölu Salarins. Ný fiðlusónata Atla Heimis verður frumflutt á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld kl. 20. Þar verður einnig á dagskrá flautusónata hans, en hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verk ársins árið 2006. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Wolfgang Kühnl. Miðaverð er 1.500 kr. og verður miðasala við innganginn. Á þriðjudagskvöld kl. 20 verður einsöngslögum og einleiksverkum Atla Heimis gert hátt undir höfði á tónleikum í Listasafni Íslands. Á meðal flytjenda á tónleikunum verða Bergþór Pálsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eydís Franzdóttir og Sólrún Bragadóttir. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram við innganginn. Í nóvember fara fram tvennir tónleikar, í hátíðarsal Varmárskóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem flutt verður fjölskyldudagskrá samsett úr völdum verkum Atla Heimis. Dagskrá þessi verður einnig flutt fyrir hátt í 2.000 grunnskólanema á sextán skólatónleikum á vegum Tónlistar fyrir alla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ljúka þessari tónleikaröð með afmælistónleikum helguðum verkum Atla Heimis hinn 19. mars á næsta ári. Að auki kemur Sinfóníuhljómsveitin til með að flytja Icerapp Atla Heimis á tónleikum sínum hinn 26. september næstkomandi. Af erlendum vettvangi er gaman að geta þess að hinn 27. september flytur Juilliard New Music Ensamble í New York verkið Icerapp eftir Atla Heimi og 29. nóvember mun Hyperiontríóið halda tónleika með verkum eftir Atla í Beethovenhalle í Bonn. - vþ Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Einn merkasti listamaður þjóðarinnar, tónskáldið Atli Heimir Sveinsson, fagnar sjötugsafmæli sínu á sunnudag. Af því tilefni fer fram glæsileg tónleikadagskrá nú um helgina sem teygir anga sína nokkuð inn í næstu viku og meira að segja lengra inn í haustið. Fyrst ber að nefna tónleika sem haldnir verða á Stóra sviði Þjóðleikhússins kl. 16 á sunnudag. Þar munu stíga á svið leikarar Þjóðleikhússins ásamt fjölda tónlistarmanna og dansara og flytja brot úr leikhúsperlum tónskáldsins. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Backman, miðaverð á tónleikana er 2.000 kr. og miða má nálgast í miðasölu Þjóðleikhússins. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 fara svo fram hátíðartónleikar í Salnum í Kópavogi. Þar verða á dagskrá kammertónlist, rapp og kórtónlist, en verkin endurspegla hin ólíku stílbrigði sem finna má í verkum Atla Heimis. Á meðal flytjenda eru Kolbeinn Bjarnason, Guðmundur Kristmundsson, Elísabet Waage, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Guðni Franzson og Margrét Sigurðardóttir. Kynnir á tónleikunum er Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona, miðaverð er 1.500 kr. og miða má nálgast í miðasölu Salarins. Ný fiðlusónata Atla Heimis verður frumflutt á Kjarvalsstöðum á mánudagskvöld kl. 20. Þar verður einnig á dagskrá flautusónata hans, en hún var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem verk ársins árið 2006. Flytjendur eru Áshildur Haraldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Una Sveinbjarnardóttir og Wolfgang Kühnl. Miðaverð er 1.500 kr. og verður miðasala við innganginn. Á þriðjudagskvöld kl. 20 verður einsöngslögum og einleiksverkum Atla Heimis gert hátt undir höfði á tónleikum í Listasafni Íslands. Á meðal flytjenda á tónleikunum verða Bergþór Pálsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Eydís Franzdóttir og Sólrún Bragadóttir. Miðaverð er 1.500 kr. og miðasala fer fram við innganginn. Í nóvember fara fram tvennir tónleikar, í hátíðarsal Varmárskóla og í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem flutt verður fjölskyldudagskrá samsett úr völdum verkum Atla Heimis. Dagskrá þessi verður einnig flutt fyrir hátt í 2.000 grunnskólanema á sextán skólatónleikum á vegum Tónlistar fyrir alla. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun ljúka þessari tónleikaröð með afmælistónleikum helguðum verkum Atla Heimis hinn 19. mars á næsta ári. Að auki kemur Sinfóníuhljómsveitin til með að flytja Icerapp Atla Heimis á tónleikum sínum hinn 26. september næstkomandi. Af erlendum vettvangi er gaman að geta þess að hinn 27. september flytur Juilliard New Music Ensamble í New York verkið Icerapp eftir Atla Heimi og 29. nóvember mun Hyperiontríóið halda tónleika með verkum eftir Atla í Beethovenhalle í Bonn. - vþ
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira