United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2008 21:38 Carlos Tevez fékk fjölda tækifæri til að skora í kvöld en hér á hann í baráttu við Kasper Risgard, leikmann Álaborgar. Nordic Photos / Getty Images Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins. Carlos Tevez kom United yfir snemma leiks en þeir dönsku skoruðu tvívegis undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þar með í hálfleiknum, 2-1. Wayne Rooney jafnaði svo metin í síðari hálfleik og þar við sat. United og Villarreal voru jöfn að stigum í efstu tveimur sætum E-riðils fyrir leiki kvöldsins en þar sem að Villarreal tapaði fyrir Celtic í kvöld, 2-0, varð United í efsta sætinu. Þar með getur United ekki dregist gegn öðrum sigurvegurum sinna riðla í 16-liða úrslitunum. Arsenal dugði jafntefli gegn Porto á útivelli í kvöld til að tryggja sér efsta sæti G-riðils. Hins vegar vann Porto leikinn, 2-0, og skildi þar með Arsenal eftir í öðru sæti riðilsins. Þá vann Bayern München 3-2 sigur á Lyon í Frakklandi og tryggði sér þar með efsta sæti F-riðils. Juventus gerði aðeins markalaust jafntefli við BATE Borisov á heimavelli í kvöld en það dugði liðinu engu að síður efsta sæti riðilsins. Real Madrid varð í öðru sæti en liðið vann 3-0 sigur á Zenit. Enn áttu tvö lið eftir að tryggja sér þriðja sæti sinna riðla fyrir leiki kvöldsins og þar með þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Dynamo Kiev og Fiorentina unnu sína leiki í kvöld og bætast þar með í þann hóp. Úrslit og markaskorarar:E-riðill: Celtic - Villarreal 2-0 1-0 Shaun Maloney (14.) 2-0 Aiden McGeady (45.) Rautt spjald: Guille Franco Manchester United - Álaborg 1-0 Carlos Tevez (3.) 1-1 Michael Jakobsen (32.) 1-2 Jeppe Curth (45.) 2-2 Wayne Rooney (52.)F-riðill: Lyon - Bayern München 2-3 0-1 Miroslav Klose (11.) 0-2 Franck Ribery (34.) 0-3 Miroslav Klose (37.) 1-3 Sidney Govou (52.) 2-3 Karim Benzema (68.) Steaua Búkarest - Fiorentina 0-1 0-1 Alberto Gilardino (66.)G-riðill: Dynamo Kiev - Fenerbahce 1-0 1-0 Roman Eremenko (20.) Porto - Arsenal 2-0 1-0 Bruno Alves (39.) 2-0 Lisandro (54.)H-riðill: Juventus - Bate 0-0 Real Madrid - Zenit St. Pétursborg 3-0 1-0 Raul (25.) 2-0 Arjen Robben (50.) 3-0 Raul (57.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira