Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur 29. október 2008 09:20 Hér má sjá hvar meistarafáninn er hengdur upp í rjáfur í Boston í nótt NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli. Það mátti sjá tár leka niður vanga Paul Piercehjá Boston þegar hann tók við hringnum sínum rétt eins og þegar liðið tryggði sér fyrsta meistaratitilinn í tvo áratugi í sumar. Þá var 17. meistarafáni félagsins hengdur upp í rjáfur. Þegar flautað var til leiks, voru leikmenn Boston hinsvegar búnir að þurrka tárin og tilbúnir í slaginn líkt og allan síðasta vetur. Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 14, en LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland með 22 stig, Zydrunas Ilgauskas skoraði 15 og Mo Williams skoraði 12 stig í sínum fyrsta leik með liðinu eftir að hann kom frá Milwaukee í sumar. Liðið sem mætti Boston í úrslitunum í sumar, LA Lakers, byrjaði leiktíðina líka vel. Liðið vann öruggan sigur á Portland heima 96-76. Það sem hæst bar í leiknum var að þarna spilaði miðherjinn Greg Oden sinn fyrsta leik með Portland eftir að hafa verið meiddur allt fyrsta árið sitt í fyrra. Ekki gekk frumraun hans nú betur, því hann meiddist á fæti og þurfti að fara af velli. Meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg, en hann á eftir að fara í myndatöku. Kobe Bryant var atkvæðamestur í liði LA Lakers með 23 stig og 11 fráköst og Pau Gasol skoraði 15 stig. Travis Outlaw skoraði 18 stig fyrir Portland og Rudy Fernandez skoraði 16 stig í sínum fyrsta leik í NBA. Loks vann Chicago sigur á Milwaukee 108-95 á heimavelli. Þjálfarinn Vinnie del Negro vann þarna sinn fyrsta sigur sem þjálfari á ferlinum og það gegn fyrrum þjálfara Chicago, Scott Skiles, sem nú er við stjórnvölinn hjá Milwaukee. Luol Deng var atkvæðamestur í jöfnu liði Chicago með 21 stig, Ben Gordon skoraði 18 stig af bekknum og Kirk Hinrich 15. Tyrus Thomas skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og þá stóð nýliðinn Derrick Rose sig vel og skoraði 11 stig og gaf 9 stoðsendingar í frumraun sinni. Michael Redd var langatkvæðamestur hjá Milwaukee með 30 stig og Richard Jefferson skoraði 15 stig í sínum fyrsta leik fyrir liðið eftir að hann kom frá New Jersey í sumar.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira