Dómari kallar sprengjulist Þórarins „heimskulega“ 16. september 2008 07:00 Þórarinn Ingi Jónsson hlaut níu mánaða skilorð vegna listaverks síns í formi sprengjulegs skúlptúrs sem olli uppnámi í Toronto í fyrra. Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þórarinn Ingi Jónsson, íslenski listamaðurinn sem olli uppnámi með listaverki sínu í líki sprengju í miðbæ Toronto í Kanada í fyrra, hlaut níu mánaða skilorð þegar hann kom fyrir rétt í Toronto á föstudag. „Við erum afskaplega ánægð og teljum að málið hafi farið eins vel og hægt var,“ segir Jón Ársæll Þórðarson, faðir Þórarins, um útkomuna á föstudag. „Það er greinilegt að kanadísk yfirvöld líta þetta listaverk mjög alvarlegum augum og höfðu á margan hátt lítinn skilning á því sem slíku. Þórarinn Ingi var fyrst og fremst að vinna að list sinni,“ segir Jón, sem segir sig og konu sína, Steinunni Þórarinsdóttur, hafa reynt að standa við bakið á syninum eins og unnt er. Þórarinn stundaði nám við listaháskólann Ontario College of Art and Design í Toronto í fyrra. Sem hluta af lokaverkefni sínu útbjó hann skúlptúr úr viði og málningu sem líktist sprengju við fyrstu sýn. Skúlptúrnum fylgdi miði sem á stóð að ekki væri um sprengju að ræða. Þessu kom Þórarinn fyrir við listasafnið Royal Ontario Museum í nóvember í fyrra. Gjörningurinn olli fjaðrafoki í Toronto, með þeim afleiðingum að safnið var rýmt, götum lokað og góðgerðarsamkomu til styrktar kanadísku alnæmissamtökunum, sem átti að fara fram á safninu sama kvöld, var aflýst. Fyrir rétti á föstudag kallaði dómarinn uppátækið „heimskulegt, meira að segja miðað við unga manneskju“. Þórarinn las upp afsökunarbeiðni, sem dómarinn tók gilda. „Hann baðst ekki afsökunar á listaverkinu, heldur því að hafa valdið þessum óþægindum,“ útskýrir Jón Ársæll. Þá kom einnig fram að Þórarinn hefði unnið sjálfboðavinnu fyrir alnæmissamtök hér á landi, frá því að hann sneri aftur frá Kanada. „Hann stakk upp á því að fá að vinna sjálfboðavinnu fyrir íslensku alnæmissamtökin, þar sem hin kanadísku alnæmissamtök hefðu hugsanlega skaðast af listaverki hans. Það var greinilega mikil ánægja með þau störf hans,“ segir Jón Ársæll. Þórarni var að lokum gert að greiða kanadísku alnæmissamtökunum og listasafninu 2.500 kanadíska dali hvoru, sem samsvarar í heildina rúmum 400 þúsund íslenskum krónum. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira