Það sem ekki má Hallgrímur Helgason skrifar 21. júní 2008 08:00 Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun
Það má ekki tala um ESB og ekki harma gengisfallið fé og ekki skipta um stjórann sem situr uppí banka á myntinni sem gerir alla blanka. Það má ekki minnast neitt á Baug og ekki vekja eftirlaunadraug. Og ekki tala um strákinn með bláu axlaböndin né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. Það má ekki tala um Óla f*** og sundurleitan borgarstjórnarflokk og ekki spyrja Gísla hvort hann ætli í spyrnu um borgarstjórastól við Hönnu Birnu. Það má ekki blogga seint um nótt, í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt. Að bíða útá tröppum með mæk er algjört nó-nó því spyrja Geir um fjármálin er dónó. Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið. Það er alltaf að skamma mann. Þó maður geri ekki neitt, Það er alltaf að skamma mann. (lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun