Norðlægar borgir 13. desember 2008 06:00 Ein mynda Atla úr ferðalagi hans um norðlægar borgir mynd ljósmyndasafn reykjavíkur/ Atli Heimir Hafsteinsson Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag opnar Atli Heimir Hafsteinsson ljósmyndasýningu í Skotinu hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Atli var í hópi ungra norrænna ljósmyndara sem valdir voru til þess að taka þátt í verkefninu North-ern Cities Project - skipulagt af Norrænu ljósmyndamiðstöðinni í Oulu, Finnlandi. Markmið verkefnisins var að fanga anda sex norðlægra borga í Skandinavíu og Rússlandi árið 2004. Listamennirnir fengu frjálsar hendur og ferðuðust milli borganna Tromsö í Noregi, Oulu og Tornio í Finnlandi, Murmansk og Syktivar í Rússlandi og Happaranda í Svíþjóð í leit að myndefni. Verkefnið endaði svo í sýningu sem sýnd var víðs vegar í Skandinavíu árið 2005. Það er því Ljósmyndasafni Reykjavíkur sérstakur heiður að frumsýna efnið á Íslandi. Sýningin í Skotinu er hluti af þessu verkefni Atla og má þar sjá afrakstur vinnu hans við að ferðast til ofangreindra borga, banka upp á hjá fólki og fá það til að sitja fyrir á ljósmyndum. Tilgangur hans var að draga upp raunsæja mynd af fólkinu og þeirra híbýlum í hverri borg fyrir sig og ná þannig fram persónulegri sýn á menningu þjóðanna. Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar í myndvarpasýningu þar sem má sjá fólkið fyrir framan heimili sín og hins vegar sýningu á verkum á vegg, sem Atli skilgreinir sem eins konar tilraun til þess að lýsa borg í einni mynd. Atli Már Hafsteinsson hefur á undanförnum árum unnið sem auglýsingaljósmyndari á Íslandi og má sjá dæmi af þeirri starfsemi hans á síðunni www.dund.is. Atli lærði ljósmyndun hjá Kristjáni Pétri Guðnasyni í Skyggnu-Myndverk og hefur sýnt víðs vegar bæði innanlands og utan. - pbb
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira