Boston komið í vænlega stöðu 29. maí 2008 05:11 Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Kevin Garnett hefur verið besti maður Boston í einvíginu við Detroit og hann var stigahæstur heimamanna í nótt með 33 stig. Hann fékk hinsvegar góða hjálp frá félögum sínum að þessu sinni, í bráðskemmtilegum fimmta leik liðanna. Stórskyttan Ray Allen hefur verið heillum horfinn meira og minna alla úrslitakeppnina, en hann rankaði við sér á mjög góðum tíma í nótt. Allen skoraði 29 stig, hitti úr 5 af 6 þristum sínum og setti niður gríðarlega mikilvægt skot í lokin eftir að Detroit minnkað öruggt forskot Boston niður í aðeins eitt stig. "Mér líður nákvæmlega eins í kvöld eins og þegar ég skora tíu stig. Ef við vinnum er mér alveg sama hvað ég skora mikið. Við unnum í kvöld og það er frábær tilfinning," sagði hinn skyndilega sjóðheiti Allen. Hann hafði aðeins hitt úr 3 af 27 síðustu þriggja stiga skotum sínum í síðustu átta leikjum Boston í úrslitakeppninni. Þá fékk Boston líka frábært framlag frá miðherja sínum Kendrick Perkins, sem átti sinn besta leik í úrslitakeppni á ferlinum með 18 stigum og 16 fráköstum. Leikstjórnandinn ungi Rajon Rondo hitti illa úr skotum sínum í leiknum og skoraði 7 stig, en hann gaf 13 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum. Boston hefur nú náð 3-2 forystu í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta skipti í tvo áratugi með sigri í sjötta leiknum í Detroit á föstudagskvöldið. Perkins fór illa með okkurKendrick Perkins og Kevin Garnett léku báðir mjög vel í nóttNordicPhotos/GettyImagesChauncey Billups, sem hefur reyndar átt við meiðsli að stríða, var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Richard Hamilton skoraði 25 stig. Rasheed Wallace bætti við 18 stigum, en hann skoraði þau öll úr þriggja stiga skotum."Perkins fór illa með okkur í fráköstunum. Garnett spilaði vel, Rondo fann alltaf opna manninn og Allen spilaði sinn besta leik í úrslitakeppninni. Þeir fengu toppframlag frá fjórum mönnum í kvöld," sagði skúffaður Flip Saunders, þjálfari Detroit, eftir leikinn.Liðin voru jöfn að stigum 23-23 eftir fyrsta leikhlutann og Boston hafði nauma sex stiga forystu í hálfleik. Heimamenn bættu svo við í þriðja leikhlutanum og það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem kom dálítið fát á heimamenn, sem hleypti gestunum inn í leikinn."Við vissum vel hve gríðarlega mikilvægur þessi leikur var," sagði Kevin Garnett, sem setti persónulegt met í stigaskori í úrslitakeppninni í ár. "Við hefðum málað okkur út í horn ef við hefðum ekki unnið, því Detroit er mjög reynt lið sem er ýmsu vant. Nú þurfum við bara að fara til Detroit og reyna að stela næsta leik," sagði Garnett.Tölfræði leiksinsNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira