Utah skellti New Orleans 9. apríl 2008 09:37 Matt Harpring skorar fyrir Utah gegn New Orleans í nótt NordcPhotos/GettyImages Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst fyrir Utah en Peja Stojakovic skoraði 15 stig fyrir heimamenn. Utah hafði örugga forystu allan síðari hálfleikinn og var sigur liðsins aldrei í hættu. Utah tryggði sér sigur í Norðvesturriðlinum með sigrinum. LA Lakers er í harðri baráttu við New Orleans um efsta sætið í Vesturdeildinni en liðið þurfti einnig að játa sig sigrað í Portland í nótt 112-103. Þetta var sjötta tap Lakers í röð í Portland, en Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureign liðanna í nótt á meðan Portland hafði tapað fimm leikjum í röð. Kobe Bryant skoraði 34 stig fyrir Lakers og Pau Gasol skoraði 21 stig og hirti 13 fráköst. Brandon Roy skoraði 23 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Portland og Channing Frye skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst. Indiana hélt í veika von um að komast í úrslitakeppni Austurdeildarinnar með góðum heimasigri á Atlanta 112-98. Sigur Atlanta hefði tryggt liðinu 8. og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Joe Johnson skoraði 30 stig fyrir Atlanta en Mike Dunleavy skoraði 28 stig fyrir Indiana. Charlotte lagði Minnesota 121-119 heima. Al Jefferson skoraði 40 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Jason Richardson skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Miami vann langþráðan sigur þegar það skellti lánlausu liði Chicago Bulls 95-88. Kasib Powell skoraði 18 stig fyrir Miami en Luol Deng 25 fyrir Chicago. New York gerði sér lítið fyrir og skellti Detroit á útivelli 98-94. Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir New York en Amir Johnson skoraði 14 stig fyrir Detroit. Boston slapp með skrekkinn í Milwaukee eftir framlengdan leik 107-104 þar sem Boston glutraði niður góðu forskoti í síðari hálfleik. Kevin Garnett skoraði 21 stig fyrir Boston í leiknum en Michael Redd 25 fyrir Milwaukee. Phoenix vann auðveldan útisigur á Memphis 127-113 án Shaquille O´Neal sem átti við smávægileg meiðsli að stríða. Amare Stoudemire skoraði 28 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 36 stig fyrir heimamenn. Dallas lagði Seattle 99-83 á heimavelli sínum. Jason Terry skoraði 22 stig fyrir Dallas líkt og Earl Watson hjá Seattle. Sigurinn tryggir að Dallas heldur enn góðum sjó í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem það á í harðri baráttu við Golden State og Denver. Golden State hélt einni sínu striki og lagði Sacamento 140-132 á heimavelli. Baron Davis skoraði 33 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Golden State en Francisco Garcia var með 31 stig hjá Sacramento. Loks vann Denver auðveldan útisigur á LA Clippers 117-99 þar sem Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir Denver en Cuttino Mobley 25 fyrir Clippers. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira