NBA í nótt: Óvænt endurkoma Dirk og Dallas vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2008 09:26 Dirk Nowitzky og Al Harrington í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Dallas gegn liði sem er með jákvætt sigurhlutfall í deildinni síðan að Jason Kidd var fenginn til liðsins. Fyrr um daginn hafði Nowtizky gefið til kynna að hann myndi ekki spila og Avery Johnson, þjálfari Dallas, sagði að þeir væru að undirbúa sig fyrir leikinn eins og hann myndi ekki spila. En ákvörðun var tekin í upphituninni fyrir leik að Dirk myndi byrja. Kannski að Johnson hafi verið í blekkingarleik við sinn gamla lærimeistara, Donnie Nelson hjá Golden State. Dallas hafði mikla yfirburði í leiknum. Jason Terry var stigahæstur með 31 stig, Josh Howard var með 28 stig og Nwotizky átján stig. Jason Kidd var með fimm stig, ellefu fráköst og sautján stoðsendingar. Hjá Golden State var Monta Ellis stigahæstur með 27 stig, Baron Davis var með 20 stig en þeir tveir voru þeir einu í liðinu sem skoruðu fleiri en tíu stig í leiknum. Úrslitin þýða að Dallas hefur tryggt stöðu sína í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar og hefur nú tveggja leikja forystu á Golden State sem er í níunda sæti. Átta lið komast í úrslitakeppnina en á milli þessara liða er Denver, einum leik á eftir Dallas.LA Lakers vann Portland, 104-91. Pau Gason lék með Lakers á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði tíu stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 36 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Travis Outlaw og Martell Webster skoruðu 23 stig hvor fyrir Portland.Atlanta er nærri búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni en liðið vann Toronto í framlengdum leik, 127-120. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð sem hefur nú fjögurra leikja forskot á New Jersey og Indiana þegar lítið er eftir af tímabilinu. Joe Johnson var með 28 stig fyrir Atlanta, Mike Bibby 26 og Josh Smith 24. Hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 24 stig en TJ Ford var með 23 stig og þrettán stoðsendingar.Boston vann Indiana, 92-77, og jöfnuðu þar með metið í NBA-deildinni fyrir mest bættan árangur á milli ára. Nú þegar hefur Boston unnið 60 leiki á tímabilinu sem er 34 leikjum meira en á öllu síðasta tímabili. Einn sigur í viðbót hjá Boston og met San Antonio frá 1997-98 er fallið. Kevin Garnett var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston. Danny Granger var með fjórtán stig fyrir Indiana.Milwaukee vann Washington, 110-109, þar sem Gilbert Arenas lék með síðarnefnda liðinu í fyrsta sinn í 67 leikjum. Það var þó Ramon Sessions sem var hetja Milwaukee í leiknum en hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall. Arenas lék í nítján mínútur í leiknum og skoraði sautján stig. Hann nýtti bæði vítaköstin sín sem hann fékk þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og kom þar með Washington yfir í leiknum. Það dugði hins vegar ekki til, sem fyrr segir.Cleveland vann Charlotte, 118-114. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum en gat reyndar ekki klárað hann þar sem hann fékk sex villur í leiknum, aðeins í þriðja skiptið á ferlinum. Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.New Orleans vann Miami, 106-77. Tyson Chandler nýtti öll tíu skotin sín í leiknum og skoraði þar með 20 stig og tók tíu fráköst. David West var með 22 stig fyrir New Orleans. Chris Quinn var með átján stig fyrir Miami sem hafa unnið alls fimm leiki síðan um jólin.Memphis vann New York, 130-114. Javaris Crittenton skoraði 23 stig og Rudy Gay 21. Zach Randolph skoraði 27 stig fyrir New York.Utah vann Minnesota, 117-100. Mehmet Okur var með 22 stig og Deron Williams nítján stig og fjórtán stoðsendingar. Marko Jaric skoraði átján stig fyrir Minnesota. LA Clippers vann Seattle, 102-84. Elton Brand lék í fyrsta sinn a´tímabilinu og skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta, alls nítján stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Seattle. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Dallas vann í nótt sigur á Golden State í afar þýðingarmiklum leik, 111-86. Dirk Nowitzky lék óvænt með Dallas í nótt en hann hafði misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna meiðsla. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Dallas gegn liði sem er með jákvætt sigurhlutfall í deildinni síðan að Jason Kidd var fenginn til liðsins. Fyrr um daginn hafði Nowtizky gefið til kynna að hann myndi ekki spila og Avery Johnson, þjálfari Dallas, sagði að þeir væru að undirbúa sig fyrir leikinn eins og hann myndi ekki spila. En ákvörðun var tekin í upphituninni fyrir leik að Dirk myndi byrja. Kannski að Johnson hafi verið í blekkingarleik við sinn gamla lærimeistara, Donnie Nelson hjá Golden State. Dallas hafði mikla yfirburði í leiknum. Jason Terry var stigahæstur með 31 stig, Josh Howard var með 28 stig og Nwotizky átján stig. Jason Kidd var með fimm stig, ellefu fráköst og sautján stoðsendingar. Hjá Golden State var Monta Ellis stigahæstur með 27 stig, Baron Davis var með 20 stig en þeir tveir voru þeir einu í liðinu sem skoruðu fleiri en tíu stig í leiknum. Úrslitin þýða að Dallas hefur tryggt stöðu sína í sjöunda sæti Vesturdeildarinnar og hefur nú tveggja leikja forystu á Golden State sem er í níunda sæti. Átta lið komast í úrslitakeppnina en á milli þessara liða er Denver, einum leik á eftir Dallas.LA Lakers vann Portland, 104-91. Pau Gason lék með Lakers á nýjan leik eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla en hann skoraði tíu stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 36 stig í leiknum, þar af fjórtán í fjórða leikhluta. Travis Outlaw og Martell Webster skoruðu 23 stig hvor fyrir Portland.Atlanta er nærri búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni en liðið vann Toronto í framlengdum leik, 127-120. Þetta var fimmti sigur Atlanta í röð sem hefur nú fjögurra leikja forskot á New Jersey og Indiana þegar lítið er eftir af tímabilinu. Joe Johnson var með 28 stig fyrir Atlanta, Mike Bibby 26 og Josh Smith 24. Hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 24 stig en TJ Ford var með 23 stig og þrettán stoðsendingar.Boston vann Indiana, 92-77, og jöfnuðu þar með metið í NBA-deildinni fyrir mest bættan árangur á milli ára. Nú þegar hefur Boston unnið 60 leiki á tímabilinu sem er 34 leikjum meira en á öllu síðasta tímabili. Einn sigur í viðbót hjá Boston og met San Antonio frá 1997-98 er fallið. Kevin Garnett var með 20 stig og ellefu fráköst fyrir Boston. Danny Granger var með fjórtán stig fyrir Indiana.Milwaukee vann Washington, 110-109, þar sem Gilbert Arenas lék með síðarnefnda liðinu í fyrsta sinn í 67 leikjum. Það var þó Ramon Sessions sem var hetja Milwaukee í leiknum en hann skoraði sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall. Arenas lék í nítján mínútur í leiknum og skoraði sautján stig. Hann nýtti bæði vítaköstin sín sem hann fékk þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og kom þar með Washington yfir í leiknum. Það dugði hins vegar ekki til, sem fyrr segir.Cleveland vann Charlotte, 118-114. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum en gat reyndar ekki klárað hann þar sem hann fékk sex villur í leiknum, aðeins í þriðja skiptið á ferlinum. Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.New Orleans vann Miami, 106-77. Tyson Chandler nýtti öll tíu skotin sín í leiknum og skoraði þar með 20 stig og tók tíu fráköst. David West var með 22 stig fyrir New Orleans. Chris Quinn var með átján stig fyrir Miami sem hafa unnið alls fimm leiki síðan um jólin.Memphis vann New York, 130-114. Javaris Crittenton skoraði 23 stig og Rudy Gay 21. Zach Randolph skoraði 27 stig fyrir New York.Utah vann Minnesota, 117-100. Mehmet Okur var með 22 stig og Deron Williams nítján stig og fjórtán stoðsendingar. Marko Jaric skoraði átján stig fyrir Minnesota. LA Clippers vann Seattle, 102-84. Elton Brand lék í fyrsta sinn a´tímabilinu og skoraði þrettán stig í fjórða leikhluta, alls nítján stig. Kevin Durant skoraði 30 stig fyrir Seattle. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira