Tiger Woods ætlar að hætta áður en neistinn fer Elvar Geir Magnússon skrifar 27. mars 2008 19:45 Tiger Woods er einn fremsti íþróttamaður sögunnar. Stjörnugolfarinn Tiger Woods segist ætla að leggja kylfuna á hilluna áður en hann verður útbrunninn golfari. Tiger hefur aldrei verið í betra formi en nú og hafði unnið sjö mót í röð áður en hann hafnaði tveimur höggum á eftir Geoff Ogilvy um síðustu helgi. „Þetta er ekki flókið mál. Þegar mitt besta er ekki nógu gott lengur þá mun ég hætta að keppa," sagði hinn 32 ára Tiger í viðtali við Reuters fréttastofuna. „Ég gæti ekki lifað við það að fara á æfingar og undirbúa mig eins og ég get vitandi það að þó ég fari út og nái mínum besta leik þá muni ég samt vera sigraður. En svona er þetta, aðrir menn verða betri. Þú færð þinn tíma í sólinni og það er ekkert óeðlilegt að ganga frá henni síðan." „Ég hef afrekað mjög mikið í þessari íþrótt nú þegar og vonandi get ég haldið því áfram eins lengi og hægt er. En allir íþróttamenn vita að sá tími kemur að leiðin liggur bara niður. Einn af mörgum kostum við golf-íþróttina er sú hve lengi maður getur verið í henni," sagði Tiger Woods sem er viss um að hann eigi nokkuð mörg góð ár eftir og er ekki farinn að sjá fyrir endann á ferlinum. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Stjörnugolfarinn Tiger Woods segist ætla að leggja kylfuna á hilluna áður en hann verður útbrunninn golfari. Tiger hefur aldrei verið í betra formi en nú og hafði unnið sjö mót í röð áður en hann hafnaði tveimur höggum á eftir Geoff Ogilvy um síðustu helgi. „Þetta er ekki flókið mál. Þegar mitt besta er ekki nógu gott lengur þá mun ég hætta að keppa," sagði hinn 32 ára Tiger í viðtali við Reuters fréttastofuna. „Ég gæti ekki lifað við það að fara á æfingar og undirbúa mig eins og ég get vitandi það að þó ég fari út og nái mínum besta leik þá muni ég samt vera sigraður. En svona er þetta, aðrir menn verða betri. Þú færð þinn tíma í sólinni og það er ekkert óeðlilegt að ganga frá henni síðan." „Ég hef afrekað mjög mikið í þessari íþrótt nú þegar og vonandi get ég haldið því áfram eins lengi og hægt er. En allir íþróttamenn vita að sá tími kemur að leiðin liggur bara niður. Einn af mörgum kostum við golf-íþróttina er sú hve lengi maður getur verið í henni," sagði Tiger Woods sem er viss um að hann eigi nokkuð mörg góð ár eftir og er ekki farinn að sjá fyrir endann á ferlinum.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira