Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl 21. mars 2008 05:27 Paul Pierce og félagar hafa verið í sérflokki í NBA í vetur NordcPhotos/GettyImages Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira