NBA í nótt: Boston stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2008 09:30 Kevin Garnett og Paul Pierce fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics vann í nótt sigur á Houston Rockets sem fyrir leikinn hafði unnið 22 leiki í röð. Það er næstlengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinar. Þarna mættust einnig efsta liðið í austrinu og efsta liðið í vestrinu en lokatölurnar voru 94-74, Boston í vil. Staðan í hálfleik var jöfn, 40-40, en Boston skoraði tvöfalt fleiri stig í þriðja leikhluta, 32 gegn sextán. Það var nóg til að tryggja sigurinn á endanum. Kevin Garnett var stigahæstur leikmanna Boston með 22 stig en Boston hefur nú unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum. Hjá Houston var Luis Scola stigahæstur með fimmtán stig en liðið er nú jafnt LA LAkers í efsta sæti Vesturdeildarinnar. New Orleans getur jafnað árangur liðanna en liðið á leik til góða.Lakers var reyndar nálægt því að klúðra 25 stiga forskoti sem liðið var með í þriðja leikhluta gegn Dallas. Lakers náði þó að vinna leikinn, 102-100. Þegar innan við fimm sekúndur voru til leiksloka var staðan 101-100 og Derek Fisher fékk tvö vítaskot. Hann nýtti aðeins annað þeirra og í blálokin reyndi Dirk Nowitzky að tryggja Dallas sigurinn með þriggja stiga skoti en hann hitti ekki. Nowitzky var stigahæstur með 35 stig og ellefu fráköst. Koby Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.Detroit vann Denver, 136-120, en síðarnefnda liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Í síðasta leik skoraði Denver 168 stig en í þetta sinn fór Detroit á kostum í sókninni. Liðið skoraði 73 stig í fyrri hálfleik en stigahæstur var Richard Hamilton með 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver.Phoenix vann Portland, 111-98. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og Shaquille O'Neal var með sextán stig og fjórtán fráköst. Þetta var fimmti sigur Phoenix á Portland í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig fyrir Portland.Chicago vann New Jersey, 112-96. Luol Deng skoraði 20 stig og Drew Gooden var með nítján stig og ellefu fráköst. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferseon 21.Sacramento vann Golden State, 112-105. Kevin Martin skoraði 34 stig og Ron Artest 26. Hjá Golden State var Baron Davis með 24 stig og átta fráköst. Golden State er þó enn með eins og hálfs leiks forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í vestrinu en Sacramento á engan möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Að síðustu vann Miami sigur á Milwaukee, 112-106. Þetta var fyrsti sigur Miami í mars en liðið hafði tapað átta leikjum í röð. Jason Williams skoraði 21 stig en Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Boston Celtics vann í nótt sigur á Houston Rockets sem fyrir leikinn hafði unnið 22 leiki í röð. Það er næstlengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinar. Þarna mættust einnig efsta liðið í austrinu og efsta liðið í vestrinu en lokatölurnar voru 94-74, Boston í vil. Staðan í hálfleik var jöfn, 40-40, en Boston skoraði tvöfalt fleiri stig í þriðja leikhluta, 32 gegn sextán. Það var nóg til að tryggja sigurinn á endanum. Kevin Garnett var stigahæstur leikmanna Boston með 22 stig en Boston hefur nú unnið þrettán af síðustu fjórtán leikjum sínum. Hjá Houston var Luis Scola stigahæstur með fimmtán stig en liðið er nú jafnt LA LAkers í efsta sæti Vesturdeildarinnar. New Orleans getur jafnað árangur liðanna en liðið á leik til góða.Lakers var reyndar nálægt því að klúðra 25 stiga forskoti sem liðið var með í þriðja leikhluta gegn Dallas. Lakers náði þó að vinna leikinn, 102-100. Þegar innan við fimm sekúndur voru til leiksloka var staðan 101-100 og Derek Fisher fékk tvö vítaskot. Hann nýtti aðeins annað þeirra og í blálokin reyndi Dirk Nowitzky að tryggja Dallas sigurinn með þriggja stiga skoti en hann hitti ekki. Nowitzky var stigahæstur með 35 stig og ellefu fráköst. Koby Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.Detroit vann Denver, 136-120, en síðarnefnda liðið er að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. Í síðasta leik skoraði Denver 168 stig en í þetta sinn fór Detroit á kostum í sókninni. Liðið skoraði 73 stig í fyrri hálfleik en stigahæstur var Richard Hamilton með 24 stig. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver.Phoenix vann Portland, 111-98. Amare Stoudemire skoraði 25 stig og Shaquille O'Neal var með sextán stig og fjórtán fráköst. Þetta var fimmti sigur Phoenix á Portland í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 31 stig fyrir Portland.Chicago vann New Jersey, 112-96. Luol Deng skoraði 20 stig og Drew Gooden var með nítján stig og ellefu fráköst. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferseon 21.Sacramento vann Golden State, 112-105. Kevin Martin skoraði 34 stig og Ron Artest 26. Hjá Golden State var Baron Davis með 24 stig og átta fráköst. Golden State er þó enn með eins og hálfs leiks forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í vestrinu en Sacramento á engan möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Að síðustu vann Miami sigur á Milwaukee, 112-106. Þetta var fyrsti sigur Miami í mars en liðið hafði tapað átta leikjum í röð. Jason Williams skoraði 21 stig en Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira