Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 22:32 Andy Johnson skorar fyrsta mark Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Sjá meira