NBA í nótt: Boston fyrst í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2008 08:46 Kevin Garnett reynir hér að komast framhjá Antonio McDyess. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið vann sigur á Detroit, 90-78, í uppgjöri toppliðanna í austrinu. Boston gaf aldrei færi á sér í leiknum og leiddi frá upphafi til enda. Boston er nú með besta árangur allra liðanna í deildinni og með fjögurra leikja forystu á Detroit í austrinu. Kevin Garnett var með 31 stig í leiknum og var vitanlega ánægður með sigurinn. „Þetta var risastór leikur fyrir okkur og vissum við það strax frá upphafi tímabilsins að þessi leikur yrði mikilvægur." Kendrick Perkins fór einnig mikinn í liði Boston en hann tók 20 fráköst auk þess sem hann skoraði tíu stig. Hjá Detroit voru þeir Rasheed Wallace og Chauncey Billups stigahæstir með 23 stig hvor. Houston vann sinn sextánda leik í röð í nótt er liðið vann sigur á Indiana, 117-99. Tracy McGrady var stigahæstur með 25 stig en Houston hefur nú unnið 20 af síðustu 21 leik sínum í deildinni. LeBron James skoraði 50 stig í nótt er Cleveland vann sigur á New York, 119-105. Auk þess átti hann tíu stoðsendingar, tók átta fráköst og stal fjórum boltum. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem James skorar 50 stig og hefur hann skorað 95 stig í tveimur leikjum gegn New York á tímabilinu. Charlotte batt enda á fjögurra leikja sigurhrinu Golden State með sigri í leik liðanna í nótt, 118-109. Jason Richardson fór á kostum gegn sínu gamla liði og skoraði 42 stig. Golden State á í harðri baráttu við Denver um áttunda sætið í vestrinu en Denver vann í nótt góðan sigur á Phoenix, 126-113. Allen Iverson var með 31 stig og tólf stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 30 stigum auk þess sem hann tók þrettán fráköst. LA Clippers vann Sacramento, 116-109, í tvíframlengdum leik en fyrir leikinn hafði liðið tapað sex leikjum í röð. Utah vann sinn sautjánda heimaleik í röð en liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 105-76. Úrslit annarra leikja í nótt: Orlando Magic - Washington Wizards 122-92Toronto Raptors - Miami Heat 108-83 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 101-116 Seattle Supersonics - Milwaukee Bucks 106-118 New Jersey Nets - Memphis Grizzlies 93-100 Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira