Ofbeldismenn fái harðari refsingu 15. febrúar 2008 11:12 Hatton vill leggja sitt af mörkum til að bregðast við auknu unglingaofbeldi í Manchester Nordic Photos / Getty Images Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun. Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sjá meira
Hnefaleikarinn Ricky Hatton frá Manchester segir að taka verði baráttuna gegn ofbeldi í Bretlandi fastari tökum eftir að hópur unglinga réðist á mann í borginni um helgina með þeim afleiðingum að hann slasaðist alvarlega. Hatton fór sjálfur á grannaslag Manchester United og City um helgina og sagði að þó áhorfendur á leiknum hefðu hagað sér vel - hefði sér ofboðið fréttin af ungum lögfræðingi sem var laminn til óbóta á leið sinni heim af knæpu síðar um kvöldið. David Burns, sem er nýútskrifaður lögfræðingur, varð viðskila við félaga sína eftir að hafa setið við drykkju eftir leikinn. Hópur ungra og hettuklæddra ungmenna réðist á hann, barði hann í götuna og lét höggin dynja á honum. Óttast er að hann muni hljóta heilaskaða. Hnefaleikarinn Hatton sagði sér hafa blöskrað við þessi tíðindi - enda hafi hann sjálfur fengið sér drykk á þessari sömu krá aðeins tveimur tímum áður. "Ég skemmti mér konunglega á leiknum en svo frétti ég daginn eftir að maður hefði verið laminn illa á götunni og ég kenni í brjóst um hann og fjölskyldu hans. Við getum ekki horft lengur framhjá því sem er að gerast. Í hvert sinn sem maður opnar dagblað les maður um unglinga sem eru að ganga í skrokk á fólki og drepa það," sagði Hatton, sem vill herða refsingar ofbeldismanna og gera víðtækara átak. Það er ekki nóg að slá á puttana á þessum mönnum - við verðum að setja sterk fordæmi og herða refsingar. Það er samt ekki nóg, því foreldrar og skólayfirvöld verða að herða aga. Svo þarf líka að vera meiri löggæsla, það er ekki tækt að unglingar séu hangandi í stórum hópum á hverju götuhorni - þó vissulega séu þeir ekki allir afbrotamenn," sagði Hatton. Hatton ætlar að einbeita sér að því að vinna með unglingum þegar hann leggur hanskana á hilluna. "Þegar ég var ungur, sá maður aldrei svona lagað, en þá virtust líka vera félagsmiðstöðvar á hverju strái. Ég ætla að gerast þjálfari þegar ég hætti að boxa og ekki bara fyrir atvinnumenn, heldur líka fyrir áhugamenn." "Þessir krakkar þurfa að fá útrás fyrir gremju sína og finna sér heilbrigðar fyrirmyndir og það eru mörg dæmi þess að vandræðagemlingar hafi orðið að heiðursmönnum við þessar aðstæður. Ég vil skila einhverju til samfélagsins og reyna að uppræta þennan leiða í unglingum sem breytir þeim í hrotta," sagði hnefaleikarinn litríki í samtali við Sun.
Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sjá meira