Kjallari og bakdyr 11. febrúar 2008 15:39 Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun
Svo er komið fyrir borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að hann fer ýmist bakdyramegin út af fundi eða út um kjallarann. Þetta heitir á mannamáli að geta ekki horfst í augu við veruleikann. Hádegisfundur Vilhjálms Þonn var rislítill. Hann ætlar að halda áfram, en þó eiginlega ekki alveg ... Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn mun þjást næstu vikurnar. Innanmeinið leggst þungt á hann. Og óskaplega sem Villi var einn á þessum fundi. Enginn af félögum hans í borgarstjórnarflokknum vildi tjá sig um það sem fram fór á fundinum, að því er fram kemur á visir.is. Júlíus Vífill, Þorbjörg Helga og Jórunn Frímannsdóttir yfirgáfu fundinn orðalaust og bægðu blaðamönnum frá sér. Gísli Marteinn og Hanna Birna yfirgáfu Valhöll með því að fara út um kjallara hússins. Ó, boj, ó boj ... Ó, borg mín borg ... -SER.