Þjóðargrafreiturinn 21. janúar 2008 14:23 Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun
Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER.