Þjóðargrafreiturinn 21. janúar 2008 14:23 Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun
Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið. Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn. En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér. Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu. Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni. Og þar liggur hundurinn grafinn ... -SER.