Houston lagði San Antonio 20. janúar 2008 08:15 Tracy McGrady lék með Houston á ný í nótt Nordic Photos / Getty Images Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira