Sérfræðingar segja 16. janúar 2008 11:24 Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER.