Ferrari skíðaveisla eftir frumsýningu 9. janúar 2008 13:31 Góður í plógnum - Brasilíumaðurinn Felipe Massa er ekki sá sterkasti á skíðunum. Nordic Photos / AFP Stefano Domenicali, nýr framkvæmdarstjóri keppnisliðs Ferrari var meðal liðsmanna þegar Ferrari hélt sína árlegu skíðaveislu á Ítalíu í dag. Þangað mæta helstu liðsmenn Ferrari og sægur fjölmiðlamanna. Kimi Raikkönen og Felipe Massa, ökumenn liðsins voru á staðnum í sínum besta gír. Domenicali segir að framundan sé hörð barátta á kappakstursbrautum um allan heim. „Reglubreytingar gætu haft áhrif á gang mála í ár. Það hafa allir þróað bíla sína samkvæmt nýjum reglum, en McLaren verður trúlega helsti keppinautur okkar," sagði Domenicali. „Renault hefur lagt mikla vinnu í nýja bílinn og svo er Fernando Alonso kominn aftur til liðsins. Ég hef trú á að Renault taki stórt framfaraskref. Við virðum keppinauta okkar og vitum að tímabilið verður langt og strangt, en við stefnum á sama árangur og í fyrra." Liðsmenn Ferrari munu skíða næstu daga, en Raikkönen og Massa eru ekki hraðskreiðustu brun og svigkóngar liðsins. Þeim mun fljótari á ökutæki sínu, sem kom vel undan vetri. Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali, nýr framkvæmdarstjóri keppnisliðs Ferrari var meðal liðsmanna þegar Ferrari hélt sína árlegu skíðaveislu á Ítalíu í dag. Þangað mæta helstu liðsmenn Ferrari og sægur fjölmiðlamanna. Kimi Raikkönen og Felipe Massa, ökumenn liðsins voru á staðnum í sínum besta gír. Domenicali segir að framundan sé hörð barátta á kappakstursbrautum um allan heim. „Reglubreytingar gætu haft áhrif á gang mála í ár. Það hafa allir þróað bíla sína samkvæmt nýjum reglum, en McLaren verður trúlega helsti keppinautur okkar," sagði Domenicali. „Renault hefur lagt mikla vinnu í nýja bílinn og svo er Fernando Alonso kominn aftur til liðsins. Ég hef trú á að Renault taki stórt framfaraskref. Við virðum keppinauta okkar og vitum að tímabilið verður langt og strangt, en við stefnum á sama árangur og í fyrra." Liðsmenn Ferrari munu skíða næstu daga, en Raikkönen og Massa eru ekki hraðskreiðustu brun og svigkóngar liðsins. Þeim mun fljótari á ökutæki sínu, sem kom vel undan vetri.
Formúla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira