NBA í nótt: Frábært afrek Jason Kidd dugði ekki til Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2008 09:05 Jason Kidd í leiknum gegn Charlotte í nótt. Nordic Photos / Getty Images Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100 NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Jason Kidd náði sinni 97. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði engu að síður ekki til gegn Charlotte Bobcats. Charlotte vann New Jersey, 115-99, en Kidd var með þrettán stig, ellefu fráköst og tólf stoðsendingar í leiknum. Þetta var hans þriðja þrefalda tvenna í jafn mörgum leikjum og er það í fyrsta skiptið sem Kidd nær því. Hann er sömuleiðis fyrsti leikmaður NBA-deildarinnar í meira en áratug sem nær því afreki. Kidd hefur náð þrefaldri tvennu í fjórtán tímabil í röð sem er met í NBA-deildinni. Hann er þriðji í röðinni yfir þá sem hafa náð flestum þreföldum tvennum á ferlinum en á talsvert langt í hina tvo. Oscar Robertson náði flestum, 181 talsins, og Magic Johnson náði 138. Hann er þó í hópi góðra manna því Wilt Chamberlain er í fjórða sæti með 78 þrefaldar tvennur og Larry Bird í því fimmta með 59. Kidd mun þó sennilega bæta sitt persónulega met en hann hefur þegar náð tíu þreföldum tvennum á þessu tímabili. Metið er tólf sem hann setti á síðasta tímabili. „Þrefalda tvennan hefur ekkert að segja nema að við vinnum leikinn," sagði Kidd. Sigur Charlotte var öruggur en staðan í hálfleik var 59-45. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir liðið og Gerald Wallace bætti við 21 og ellefu fráköstum. Richard Jefferson var stigahæstur leikmanna New Jersey með 25 stig og Vince Carter var með sautján. Rashad McCants reynir að komast framhjá Udonis Haslem í leik Minnesota og Miami í nótt.Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn sjötta sigur í síðustu sjö leikjum sínum með sigri á Seattle í nótt, 95-79. LeBron James var með 22 stig hjá Cleveland. Þá náði Minnesota loksins að vinna sigur og batt þar með enda á átta leikja taphrinu liðsins. Það er þó lítil tilviljun að liðið vann annað lið sem hefur átt í erfiðleikum - nefnilega Miami Heat. Minnesota vann með tíu stiga mun, 101-91. Þá vann New York sinn fyrsta sigur í átta leikjum þegar liðið vann Chicago, 105-100. Úrslit annarra leikja: Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 83-87 Washington Wizards - Houston Rockets 84-92 Memphis Grizzlies - LA Lakers 101-117Utah Jazz - Indiana Pacers 111-89Sacramento Kings - Orlando Magic 104-100
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira