Risasigur hjá Boston 6. janúar 2008 06:02 Paul Pierce fagnaði eins og óður maður þegar Boston landaði sætum sigri í Detroit í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics vann í nótt stærsta sigur sinn til þessa á leiktíðinni í NBA þegar liðið skellti sjóðheitu liði Detroit Pistons á útivelli 92-85. Flestir spá því að það verði Boston og Detroit sem muni berjast um sigurinn í Austurdeildinni í vor, enda bera þau höfuð og herðar yfir önnur lið í austrinu. Fyrsta viðureign liðanna í síðasta mánuði var æsispennandi en þar var það Detroit sem stal sigrinum á lokasekúndunni í Boston. Það var eina tap Boston til þessa á heimavelli á leiktíðinni. Það var ólíkleg hetja sem gerði gæfumuninn í leiknum í nótt. Hinn íturvaxni Glen Davis, nýliði Boston, setti persónulegt met með því að skora 20 stig af varamannabekknum og nokkur þeirra skoraði hann þegar allt var undir á lokakaflanum. Þetta var í fyrsta skipti í allan vetur sem Kevin Garnett, Ray Allen eða Paul Pierce er ekki stigahæstur í liðinu. "Það er gott að ná að hjálpa aðeins til en það þýðir ekkert að missa sig yfir þessum leik - við eigum eftir að mæta þessu liði oftar í vetur," sagði Davis rólegur. Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Boston, Kevin Garnett 15. Rip Hamilton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Detroit og Chauncey Billups skoraði 17 stig, en báðir voru þeir nokkuð frá sínu besta og fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum. Rasheed Wallace skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst. Boston hefur nú unnið 29 leiki í vetur og tapað aðeins 3 og var sigurinn á Detroit í nótt sá 9. í röð hjá liðinu. Detroit hafði unnið 11 leiki í röð fyrir tapið í nótt en situr sem fastast í öðru sæti Austurdeildarinnar með 26 sigra og 8 töp. Chris Paul hafði betur gegn sjálfum Steve NashNordicPhotos/GettyImages Chris Paul neitaði að fara af velli New Orleans Hornets er heldur betur að láta til sín taka í Vesturdeildinni þar sem liðið skellti Phoenix Suns á útivelli í nótt 118-113. Það var ekki síst fyrir stórleik hins unga Chris Paul sem New Orleans landaði sigrinum, en hann hafði betur í einvíginu við Steve Nash og bar lið sitt á herðum sér. Paul skoraði helminginn af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Hann heimtaði að fá að spila hverja einustu mínútu í leiknum og Byron Scott þjálfari lét það eftir honum. Peja Stojakovic skoraði 23 stig fyrir New Orleans, Mo Peterson 22 og þeir Jannero Pargo og Tyson Chandler 19 stig hvor. Leandro Barbosa skoraði 28 stig fyrir Phoenix, Steve Nash var með 23 stig og 11 stoðsendingar og þeir Amare Stoudemire og Grant Hill 17 hvor. New Orleans er nú komið upp að hlið Phoenix með flesta sigra í Vesturdeildinni - 23. Portland hélt áfram óvæntri sigurgöngu sinni þegar liðið lagði Utah 103-89 á heimavelli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Martell Webster fór hamförum í þriðja leikhlutanum og hitti úr 7 skotum í röð hjá Portland. Þetta kveikti í heimamönnum sem unnu auðveldan sigur í framhaldinu. Webster setti persónulegt met með 26 stigum í leiknum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig. Chicago vann nauman heimasigur á Sacramento 94-93 þar sem Ben Wallace var drjúgur á lokasekúndunum. Hann varði skot í vörninni og kláraði leikinn á vítalínunni. Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Sacramento en Andres Nocioni var með 26 stig hjá Chicago, sem lék án Luol Deng í nótt. Houston vann sigur á lánlausu liði New York 103-91 þar sem Yao Ming skoraði 30 stig fyrir Houston en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York og Zach Randolph skoraði 18 stig og hirti 22 fráköst. Loks vann New Jersey góðan útisigur á Atlanta 113-107. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21 og Jason Kidd náði enn einni þrennunni með 10 stigum, 14 stoðsendingum og 13 fráköstum. Josh Smith var besti maður Atlanta með 34 stig og 9 fráköst og Marvin Williams skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórskotleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Boston Celtics vann í nótt stærsta sigur sinn til þessa á leiktíðinni í NBA þegar liðið skellti sjóðheitu liði Detroit Pistons á útivelli 92-85. Flestir spá því að það verði Boston og Detroit sem muni berjast um sigurinn í Austurdeildinni í vor, enda bera þau höfuð og herðar yfir önnur lið í austrinu. Fyrsta viðureign liðanna í síðasta mánuði var æsispennandi en þar var það Detroit sem stal sigrinum á lokasekúndunni í Boston. Það var eina tap Boston til þessa á heimavelli á leiktíðinni. Það var ólíkleg hetja sem gerði gæfumuninn í leiknum í nótt. Hinn íturvaxni Glen Davis, nýliði Boston, setti persónulegt met með því að skora 20 stig af varamannabekknum og nokkur þeirra skoraði hann þegar allt var undir á lokakaflanum. Þetta var í fyrsta skipti í allan vetur sem Kevin Garnett, Ray Allen eða Paul Pierce er ekki stigahæstur í liðinu. "Það er gott að ná að hjálpa aðeins til en það þýðir ekkert að missa sig yfir þessum leik - við eigum eftir að mæta þessu liði oftar í vetur," sagði Davis rólegur. Paul Pierce skoraði 19 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Boston, Kevin Garnett 15. Rip Hamilton skoraði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Detroit og Chauncey Billups skoraði 17 stig, en báðir voru þeir nokkuð frá sínu besta og fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum. Rasheed Wallace skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst. Boston hefur nú unnið 29 leiki í vetur og tapað aðeins 3 og var sigurinn á Detroit í nótt sá 9. í röð hjá liðinu. Detroit hafði unnið 11 leiki í röð fyrir tapið í nótt en situr sem fastast í öðru sæti Austurdeildarinnar með 26 sigra og 8 töp. Chris Paul hafði betur gegn sjálfum Steve NashNordicPhotos/GettyImages Chris Paul neitaði að fara af velli New Orleans Hornets er heldur betur að láta til sín taka í Vesturdeildinni þar sem liðið skellti Phoenix Suns á útivelli í nótt 118-113. Það var ekki síst fyrir stórleik hins unga Chris Paul sem New Orleans landaði sigrinum, en hann hafði betur í einvíginu við Steve Nash og bar lið sitt á herðum sér. Paul skoraði helminginn af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og gaf auk þess 10 stoðsendingar. Hann heimtaði að fá að spila hverja einustu mínútu í leiknum og Byron Scott þjálfari lét það eftir honum. Peja Stojakovic skoraði 23 stig fyrir New Orleans, Mo Peterson 22 og þeir Jannero Pargo og Tyson Chandler 19 stig hvor. Leandro Barbosa skoraði 28 stig fyrir Phoenix, Steve Nash var með 23 stig og 11 stoðsendingar og þeir Amare Stoudemire og Grant Hill 17 hvor. New Orleans er nú komið upp að hlið Phoenix með flesta sigra í Vesturdeildinni - 23. Portland hélt áfram óvæntri sigurgöngu sinni þegar liðið lagði Utah 103-89 á heimavelli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Martell Webster fór hamförum í þriðja leikhlutanum og hitti úr 7 skotum í röð hjá Portland. Þetta kveikti í heimamönnum sem unnu auðveldan sigur í framhaldinu. Webster setti persónulegt met með 26 stigum í leiknum en Deron Williams var atkvæðamestur hjá Utah með 23 stig. Chicago vann nauman heimasigur á Sacramento 94-93 þar sem Ben Wallace var drjúgur á lokasekúndunum. Hann varði skot í vörninni og kláraði leikinn á vítalínunni. Brad Miller skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Sacramento en Andres Nocioni var með 26 stig hjá Chicago, sem lék án Luol Deng í nótt. Houston vann sigur á lánlausu liði New York 103-91 þar sem Yao Ming skoraði 30 stig fyrir Houston en Nate Robinson skoraði 25 stig fyrir New York og Zach Randolph skoraði 18 stig og hirti 22 fráköst. Loks vann New Jersey góðan útisigur á Atlanta 113-107. Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 21 og Jason Kidd náði enn einni þrennunni með 10 stigum, 14 stoðsendingum og 13 fráköstum. Josh Smith var besti maður Atlanta með 34 stig og 9 fráköst og Marvin Williams skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórskotleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira