NBA í nótt: Tæpt hjá toppliðunum 5. janúar 2008 13:23 Boston vann nauman sigur á Memphis á heimavelli NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Toppliðin í deildinni unnu nauma sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Atlanta steinlá fyrir Indiana á útivelli 113-91 og þar sem Indiana vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum. Danny Granger skoraði 32 stig fyrir Indiana en Josh Childress skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Atlanta. Houston vann góðan útisigur á Orlando 96-94 þar sem mjög umdeildur dómur réði úrslitum í blálokin. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston en Jameer Nelson skoraði 20 stig af bekknum fyrir Orlando. Heimamenn héldu að þeir hefðu tryggt sér framlengingu um leið og lokaflautið gall þegar boltanum var blakað ofan í körfuna, en dómarar ákváðu að leiktíminn hefði verið liðinn eftir löng fundarhöld. Detroit vann 11. leikinn í röð með öruggum útisigri á Toronto 101-85 þar sem Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir gestina en Andrea Bargnani var með 25 stig hjá Toronto. Boston átti í fullu fangi með Memphis en hafði sigur 100-96. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston en Ray Allen var ískaldur og klikkaði á öllum 9 skotum sínum í leiknum. Tony Allen bætti hinsvegar fyrir það og skoraði 20 stig af bekknum. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og Juan Carlos Navarro skoraði 20 stig af bekknum. Cleveland vann nauman sigur á meiðslum hrjáðu liði Sacramento á heimavelli. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir heimamenn en John Salmons skoraði 22 stig fyrir gestina. Það var hinsvegar Daniel Gibson sem tryggði Cleveland sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. New Jersey lagði Charlotte 102-96 þar sem Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 28 og Jason Kidd var með enn eina þrennuna - 11 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace 25 stig. Denver lagði Minnesota á útivelli 118-107 þar sem Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony 26, en Rashad McCants skoraði 34 stig af bekknum hjá Minnesota og Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst. Washington burstaði Milwaukee á útivelli 101-77. Antawn Jamison skoraði 24 stig fyrir Washington en Charlie Villanueva var með 20 stig hjá heimamönnum. Chris Paul og félagar hjá New Orleans hafa byrjað mjög vel í veturNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann nauman sigur á New York á heimavelli 97-93 þar sem New York lék án Zach Randolph sem tók út eins leiks bann fyrir að kasta ennisbandi sínu í dómara. Bruce Bowen var stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en Eddy Curry skoraði 25 stig fyrir gestina frá New York sem hafa aðeins unnið einn útileik í allan vetur. Dallas var sömuleiðis í stökustu vandræðum með mjög undirmannað lið Miami en hafði 94-89 sigur, sem þó var tæpari en lokatölur segja til um. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas en Ricky Davis og Mark Blount skoruðu 17 hvor fyrir Miami. Shaquille O´Neal, Alonzo Mourining, Dwyane Wade, Jason Williams og Dorell Wright voru allir meiddir hjá Miami og tóku ekki þátt í leiknum. New Orleans vann góðan útisigur á Golden State 116-104. Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá New Orleans, Peja Stojakovic skoraði líka 24 stig og setti 6 þrista og Tyson Chandler skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst. Baron Davis skoraði 26 stig fyrir Golden State og Al Harrington skoraði 24 stig.Loks vann LA Lakers stórsigur á Philadelphia á heimavelli 124-93 þar sem úrslit leiksins voru að heita má ráðin í fyrri hálfleik. Javaris Crittenton var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig, Derek Fisher skoraði 17 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 16 fráköst. Louis Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 17 stig. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórskotleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Toppliðin í deildinni unnu nauma sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Atlanta steinlá fyrir Indiana á útivelli 113-91 og þar sem Indiana vann sinn fyrsta sigur í fimm leikjum. Danny Granger skoraði 32 stig fyrir Indiana en Josh Childress skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Atlanta. Houston vann góðan útisigur á Orlando 96-94 þar sem mjög umdeildur dómur réði úrslitum í blálokin. Yao Ming skoraði 26 stig fyrir Houston en Jameer Nelson skoraði 20 stig af bekknum fyrir Orlando. Heimamenn héldu að þeir hefðu tryggt sér framlengingu um leið og lokaflautið gall þegar boltanum var blakað ofan í körfuna, en dómarar ákváðu að leiktíminn hefði verið liðinn eftir löng fundarhöld. Detroit vann 11. leikinn í röð með öruggum útisigri á Toronto 101-85 þar sem Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir gestina en Andrea Bargnani var með 25 stig hjá Toronto. Boston átti í fullu fangi með Memphis en hafði sigur 100-96. Paul Pierce og Kevin Garnett skoruðu 23 stig hvor fyrir Boston en Ray Allen var ískaldur og klikkaði á öllum 9 skotum sínum í leiknum. Tony Allen bætti hinsvegar fyrir það og skoraði 20 stig af bekknum. Rudy Gay var atkvæðamestur hjá Memphis með 21 stig og Juan Carlos Navarro skoraði 20 stig af bekknum. Cleveland vann nauman sigur á meiðslum hrjáðu liði Sacramento á heimavelli. LeBron James skoraði 22 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir heimamenn en John Salmons skoraði 22 stig fyrir gestina. Það var hinsvegar Daniel Gibson sem tryggði Cleveland sigurinn með þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. New Jersey lagði Charlotte 102-96 þar sem Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey, Richard Jefferson 28 og Jason Kidd var með enn eina þrennuna - 11 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jason Richardson skoraði 33 stig fyrir Charlotte og Gerald Wallace 25 stig. Denver lagði Minnesota á útivelli 118-107 þar sem Allen Iverson skoraði 33 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony 26, en Rashad McCants skoraði 34 stig af bekknum hjá Minnesota og Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst. Washington burstaði Milwaukee á útivelli 101-77. Antawn Jamison skoraði 24 stig fyrir Washington en Charlie Villanueva var með 20 stig hjá heimamönnum. Chris Paul og félagar hjá New Orleans hafa byrjað mjög vel í veturNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann nauman sigur á New York á heimavelli 97-93 þar sem New York lék án Zach Randolph sem tók út eins leiks bann fyrir að kasta ennisbandi sínu í dómara. Bruce Bowen var stigahæstur í liði heimamanna með 15 stig en Eddy Curry skoraði 25 stig fyrir gestina frá New York sem hafa aðeins unnið einn útileik í allan vetur. Dallas var sömuleiðis í stökustu vandræðum með mjög undirmannað lið Miami en hafði 94-89 sigur, sem þó var tæpari en lokatölur segja til um. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Dallas en Ricky Davis og Mark Blount skoruðu 17 hvor fyrir Miami. Shaquille O´Neal, Alonzo Mourining, Dwyane Wade, Jason Williams og Dorell Wright voru allir meiddir hjá Miami og tóku ekki þátt í leiknum. New Orleans vann góðan útisigur á Golden State 116-104. Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá New Orleans, Peja Stojakovic skoraði líka 24 stig og setti 6 þrista og Tyson Chandler skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst. Baron Davis skoraði 26 stig fyrir Golden State og Al Harrington skoraði 24 stig.Loks vann LA Lakers stórsigur á Philadelphia á heimavelli 124-93 þar sem úrslit leiksins voru að heita má ráðin í fyrri hálfleik. Javaris Crittenton var stigahæstur hjá Lakers með 19 stig, Derek Fisher skoraði 17 stig og Andrew Bynum var með 17 stig og 16 fráköst. Louis Williams var stigahæstur hjá Philadelphia með 17 stig.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórskotleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira