Jones íhugar að hætta ef hann tapar fyrir Calzaghe 29. júlí 2008 15:43 Roy Jones saumar hér að Felix Trinidad NordcPhotos/GettyImages Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones jr viðurkennir að líklega muni hann leggja hanskana á hilluna ef hann tapar fyrir Joe Calzaghe í bardaga þeirra í nóvember. Walesverjinn Calzaghe hefur unnið alla 45 bardaga sína á ferlinum, en mikil eftirvænting ríkir vegna bardaga þessara gömlu jaxla í New York. Bardaginn átti upprunalega að fara fram í september en honum var frestað eftir að Calzaghe meiddist á hendi. Roy Jones er 39 ára gamall og hefur unnið 52 af 56 bardögum sínum á ferlinum. Hann hefur náð að rétta við feril sinn í síðustu bardögum eftir að hafa verið slakur síðustu ár. Hann var á sínum tíma álitinn besti hnefaleikari heims pund fyrir pund - en hann telur Calzaghe bera þann titil í dag. "Ef ég tapa fyrir Joe, reikna ég alveg eins með að hætta. Ef hann sigrar mig, þá er hann að vinna þann besta og þá hef ég engar afsakanir. Hann er besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund," sagði Jones. Hann segir ekkert til í þeim fullyrðingum að Calzaghe sé ekki höggþungur hnefaleikari, eða "klappari" eins og það er kallað. "Ég skil ekki af hverju menn tala um að hann sé klappari. Menn sögðu einu sinni að ég væri klappari, en ég rotaði þá samt. Klappari er ekki í vandræðum með hendurnar á sér, en Joe er einmitt í vandræðum með hendurnar á sér núna og það segir mér að hann sé höggþungur," sagði Jones. Hann var spurður hvort hann væri búinn að kynna sér veikleika Walesverjans fyrir bardaga þeirra. "Ég leita ekki að veikleikum andstæðinga minna. Minn stærsti veikleiki er sá að ég vil alltaf berjast við þá bestu. Bardagi Calzaghe við mig verður mest spennandi bardagi hans á ferlinum af því hann er að berjast við besta boxara sem hann hefur nokkru sinni mætt," sagði Jones brattur. Box Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Hnefaleikagoðsögnin Roy Jones jr viðurkennir að líklega muni hann leggja hanskana á hilluna ef hann tapar fyrir Joe Calzaghe í bardaga þeirra í nóvember. Walesverjinn Calzaghe hefur unnið alla 45 bardaga sína á ferlinum, en mikil eftirvænting ríkir vegna bardaga þessara gömlu jaxla í New York. Bardaginn átti upprunalega að fara fram í september en honum var frestað eftir að Calzaghe meiddist á hendi. Roy Jones er 39 ára gamall og hefur unnið 52 af 56 bardögum sínum á ferlinum. Hann hefur náð að rétta við feril sinn í síðustu bardögum eftir að hafa verið slakur síðustu ár. Hann var á sínum tíma álitinn besti hnefaleikari heims pund fyrir pund - en hann telur Calzaghe bera þann titil í dag. "Ef ég tapa fyrir Joe, reikna ég alveg eins með að hætta. Ef hann sigrar mig, þá er hann að vinna þann besta og þá hef ég engar afsakanir. Hann er besti hnefaleikari heimsins pund fyrir pund," sagði Jones. Hann segir ekkert til í þeim fullyrðingum að Calzaghe sé ekki höggþungur hnefaleikari, eða "klappari" eins og það er kallað. "Ég skil ekki af hverju menn tala um að hann sé klappari. Menn sögðu einu sinni að ég væri klappari, en ég rotaði þá samt. Klappari er ekki í vandræðum með hendurnar á sér, en Joe er einmitt í vandræðum með hendurnar á sér núna og það segir mér að hann sé höggþungur," sagði Jones. Hann var spurður hvort hann væri búinn að kynna sér veikleika Walesverjans fyrir bardaga þeirra. "Ég leita ekki að veikleikum andstæðinga minna. Minn stærsti veikleiki er sá að ég vil alltaf berjast við þá bestu. Bardagi Calzaghe við mig verður mest spennandi bardagi hans á ferlinum af því hann er að berjast við besta boxara sem hann hefur nokkru sinni mætt," sagði Jones brattur.
Box Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira