Þjóðin þarf krútt og ljóð 3. nóvember 2008 02:00 Gerður Kristný gefur nú út fimmtándu bókina sína, barnasöguna Garðurinn.Fréttablaðið/anton „Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó." Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég hef þá kenningu að krúttin séu ekki dauð heldur eru þau bara farin að lúlla," segir Gerður Kristný rithöfundur, sem kom krútt-hugtakinu upphaflega á koppinn í Mannlífsgrein sem hún fékk Ragnar Pétursson til að skrifa. Nokkur umræða hefur farið fram um krúttkynslóðina að undanförnu, hvort hún sé lifandi eða dauð og hvort kreppan muni breyta henni. „Það hefur alltaf verið kreppa hjá krúttunum. Þau hafa verið í lopapeysu í um áratug," segir Gerður. „Þetta er áberandi hópur fólks, aðallega tónlistarmanna, með ákveðin lífsviðhorf, tala fyrir náttúruvernd og eru rólynd og fylgin sér. Krútt eiga að vera stolt af því að vera krútt því þau eru það sem þjóðin þarf á að halda núna." Gerður „krútt-mamma" segist ekki eiga von á að fútt færist í krúttin í kreppunni. „Nei, læti fara krúttunum ekki. Og ég sé ekki heldur að nýr hópur uppreisnargjarnari listafólks sé í deiglunni. Hvaða fólk ætti það að vera? FM Belfast?" Sjálf hefur Gerður gert ljóðadisk með einu krúttinu, tónlistarkonunni Kiru Kiru. „Ég les ljóð úr ljóðabókunum mínum þremur og hún býr til ákaflega falleg og um leið krúttleg stef þar sem þó er eitthvað hættulegt undirliggjandi. Ég býst við að diskurinn seljist í bílförmum, enda þarf þjóðin á ljóðum að halda þessi misserin." Aðkoma Gerðar í jólabókaflóðinu í ár er svo barnabókin Garðurinn. „Þetta er spennandi draugasaga fyrir 9-14 ára krakka sem gerist í nútímanum. Ógn steðjar að fjölskyldu í Vesturbænum og spíritismi og spænska veikin fléttast inn í söguna. Þetta er fimmtánda bókin mín. Maður verður að framfleyta sér og sínum. Það er ekki eins og maður fái frítt í strætó."
Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira