Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi: Staða bílgreinarinnar 31. desember 2008 06:00 Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota á Íslandi. Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á. Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þó fréttir af samdrætti í sölu nýrra bíla hafi verið áberandi á undanförnum mánuðum er okkur sem störfum við innflutning og sölu nýrra bíla efst í huga við þessi áramót að við erum að koma út úr einu blómlegasta skeiði í sögu greinarinnar á Íslandi. Oft vill gleymast að 84.000 nýjar fólksbifreiðar hafa verið fluttar inn á síðastliðnum fimm árum sem er 24.000 fólksbílum fleira en fimm árin þar á undan. Þetta þýðir að bílafloti landsmanna er tiltölulega nýr og þar með hagkvæmur í rekstri. Okkur hjá Toyota er einnig ofarlega í huga að nú eru um 50.000 Toyota- og Lexusbílar í notkun á landinu og okkur ber skylda að veita eigendum þessara bíla góða þjónustu í formi viðhalds og varahluta. Við fögnum því einnig að fyrirhugað er að draga úr opinberu eftirliti með nýlegum bílum með tilheyrandi kostnaði vegna þess að framfarir í framleiðslu bíla hafa verið það miklar að ekki er þörf að skoða þá sérstaklega fyrstu árin. Ekki má heldur gera lítið úr ábyrgð eigenda bílanna enda er það reynsla okkar að þeir koma með bílana í reglubundnar skoðanir og vilja almennt halda bílunum í góðu standi. Við teljum það því framfaraspor að dregið skuli úr kostnaði og fyrirhöfn við opinbert eftirlit. Á sama hátt og Íslendingar þurfa gott íbúðarhúsnæði þurfum við góða bíla til að komast á milli staða í hvaða veðri sem er. Bílafloti landsmanna er því stór stór og góður og mikilvægt er að tryggja sem bestar aðstæður fyrir rekstur þessa flota. Þetta kallar á góða og vel skipulagða vegi bæði í þéttbýli og um landið og er mikilvægt að ekki verði slakað á framkvæmdum á því sviði. Þá má ekki gleymast að fjöldi vel menntaðs fólks hefur atvinnu af því að veita bíleigendum þjónustu og er því mikilvægt að styðja sem best við menntun í bíliðngreinum í skólum landsins. Umræða um koltvísýringsmengun og áhrif hennar á hlýnun jarðar hefur verið áberandi að undanförnu og hafa sjónir manna gjarnan beinst að einkabílnum og hann gerður að sökudólgi í málinu. Kannski er eðlilegt að einkabíllinn sé áberandi í umræðunni. Hann er jú nálægt okkur á hverjum degi og fyrir allra augum. Bílaframleiðendur hafa brugðist markvisst við þótt ekki sé laust við að þess sé saknað að litið sé til annarra þátta sem hafa í för með sér meiri útblástur koltvísýrings en bílarnir. Við hjá Toyota munum á árinu 2009 fagna þriðju kynslóð tvinnbílsins Prius sem Toyota hefur framleitt í meira en áratug og er í forystu svokallaðra tvinnbíla sem knúðir eru bæði raf- og bensínmótor og valda þar af leiðandi minni mengun en hefðbundnir bílar sem ganga eingöngu fyrir bensíni eða diselolíu. Fljótlega munum við einnig sjá tvinnbíl sem tengja má við rafmagn og mun þess vegna nota enn minna af bensíni. Allt er þetta gert undir kjörorðinu „Eitt markmið: enginn útblástur.“ Við þessi áramót stöndum við frammi fyrir því að þurfa að takast á við verkefni nýs árs með full mikið af óvissu í farangrinum enda er algjörlega óvíst með gengi íslensku krónunnar og það vaxtastig sem við munum búa við. Mikið veltur á því að fyrirtækjunum í landinu séu sköpuð góð skilyrði, en hitt er ekki síður mikilvægt að fyrirtækin séu rekin af skynsemi og að eigendur þeirra og þeir sem bera ábyrgð á rekstri þeirra umgangist þau af virðingu. Fyrirtækin eru fjöregg sem bæði þjóðarhagur og hagur okkar sem einstaklinga byggir á.
Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira